Þórbergssetur

Hala, Suðursveit

Myndband

myndband

Smellið til að skoða myndband um Þórberg

Bókmenntahátíð í Þórbergssetri 2017

bh 01Bókmenntahátíð í Þórbergssetri var vel sótt, alls voru um 60 manns sem komu í Þórbergssetur þennan dag og hlýddu á dagskrá. Þorleifur Hauksson og dóttir hans Álfdís Þorleifsdóttir fluttu áhugaverð erindi um verk Þórbergs, Ofvitann og Íslenskan aðal,  Viðfjarðarskottu og Sálminn um blómið . Enn sannast það hversu verk Þórbergs geta endalaust kallað á nýjar nálganir og vel kom fram hversu mikla sérstöðu Þórbergur hafði sem rithöfundur á 20 öldinni með yfirburðar færni í stíl og einstaka þekkingu á íslensku máli. Hjörleifur Guttormsson sýndi skemmtilegar myndir tengdar Kvískerjum og  Kvískerjasystkinum og rifjaði upp heimsóknir að Kvískerjum og samveru með  þeim bræðrum,- sérstaklega Hálfdáni Arasyni. Mjög skemmtilegt var svo að hlýða á þær systur Jónínu og Sigrúnu Sigurgeirsdætur frá Fagurhólsmýri flytja ljóð ömmu þeirra í söng og með upplestri úr bókinni Brotagull sem geymir sögu hennar og ljóð.

Hljómsveitin Guggurnar hélt svo uppi fjörinu yfir kaffinu og fluttu meðal annars þekkt Þórbergslög, - Skólavörðuholtið og Seljatjarnarnesið. Það hljómað aldeilis skemmtilega ,, Manga gefur kaffið"  á meðan gestir gæddu sér á veitingum í boði Þórbergsseturs.

 

 

 

bh 02 bh 03
bh 04 bh 05
bh 06 bh 07
bh 08 bh 09
bh 10 bh 11

ICEL0001UNKG0001

Facebook

images

tripadvisor

Leit

Innlit á vef

Articles View Hits
710479

 

safn

The Authors desk

 

dagbaekur

 

umhverfi