Þórbergssetur

Hala, Suðursveit

Póstlisti
Joomla Extensions powered by Joobi

Sýningar

Í eystri sýningarsal eru breytilegar sýningar á milli ára, þar er líka veitingasalur fyrir 40 manns.
Einnig eru þar einstaka munir í sýningarstöndum, flestir tengdir Þórbergi og verkum hans.

Í vestri sýningarsal er fjölbreytt sýning er tengist ævi og verkum Þórbergs Þórðarsonar, en einnig sögu þjóðarinnar á hinum ýmsu æviskeiðum skáldsins. Sýningin er sambland af fræðsluspjöldum og safni og hægt er að ganga inn í leikmyndir þar sem reynt er að ná andblæ liðinna ára og njóta um leið stórbrotinna lýsinga meistarans sem leiðsögn um svæðið.

Þessi sýning hefur vakið mikla athygli.  Gestum er m.a. boðið upp á loft í fjósbaðstofunni á Hala, eins og hún var á uppvaxtarárum Þórbergs, en einnig inn á skrifstofu Þórbergs á Hringbraut 45 í Reykjavík.

Hönnuður sýningarinnar er Jón Þórisson leikmyndahönnuður

ICEL0001UNKG0001

Facebook

images

tripadvisor

Tilvitnanir

Sólin

Í Suðursveit var sólin helgasta handarverk Guðs. Hún var næstum ein persóna Guðdómsins. Fólk bar djúpa lotningu fyrir henni. Ég heyrði það oft tala fallega um hana. Það sagði stundum á morgnana:,, Nú er blessuð sólin komin upp."Og á kvöldin:,, Nú er blessuð sólin sest."Ég sá það stundum standa undir eldhúsgaflinum, þegar það kom á fætur, og krossa sig framan í hana. Það gerði ég líka.

Lesa meira...

Leit

Gestakomur

Hér fyrir neðan má sjá tölur um gesti sem gengið hafa um dyr Þórbergsseturs. Upplýsingarnar eru uppfærðar á klukkustundar fresti.

..................................................

..................................................

Gestir í dag: 0 .................................................. Gestir þennan mánuð: 10273 .................................................. Gestir á þessu ári: 159510 ..................................................

Innlit á vef

Innlit greina
543730

 

safn

Úr dagbókum meistarans

 

dagbaekur

 

umhverfi