Skip to main content
  • Þórbergssetur

  • Steinninn í hlaðinu

  • Andlit skáldsins

  • Sólsetur

  • Jökulsárlón

  • Bókaveggurinn

  • Norðurljós yfir Hala

  • Demantsströnd

  • Textar á sýningu

  • Á flugi yfir jökulsporðinum

LATRADU

ESPERANTO VEFUR


Tripadvisor


Facebook

Menningarsetur reist til minningar um Þórberg Þórðarson rithöfund.

Um safnið

Þórbergssetur  er opið alla daga frá 1. febrúar 2024 kl 9 - 21 

Verð á sýningar er krónur 1500, en 1200 fyrir hópa sem eru 10 manns og fleiri

Sýningar

Í Þórbergssetri eru sýningar helgaðar sögu Suðursveitar og lífi og verkum Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar.

Allir velkomnir í Þórbergssetur.

Veitingar

Veitingahús og safn er opið til loka nóvember 2023 
Sérstök dagskrá fyrir hópa ef óskað er.

Vinsamlega pantið í síma 478 1078/ 867 2900 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Álfar, völvur og esperantó í Þórbergssetri

Hundur í óskilumHin árlega bókmenntahátíð Þórbergsseturs verður haldin sunnudaginn 17. mars næstkomandi og hefst kl 13:00. Spennandi dagskrá þar sem skyggnst verður um í hugarheimi forfeðra og mæðra. Sagt verður frá lífi álfa, völvutrú afhjúpuð og flakkað um hulduheima bókmenntanna. Auk þess mun ,,Hundur í óskilum" skemmta okkur með söng og glensi.

Dagskráin er svohljóðandi:

13:00 Þingið sett

13:15 Álfar á hundavaði; Hjörleifur Hjartarson tónlistarmaður og skáld

13:45 Úr myndabók náttúrunnar; Rán Flygenring myndlistarmaður

14:15 Hundur í óskilum skemmtir með söng og glensi

14:40 Völvur á Íslandi á fyrri tíð og arfleifð þeirra; séra Sigurður Ægisson

15:10 Hvað leynist í hillunum? Heimsbókmenntirnar og bókasafn Íslenska esperantósambandsins; Benedikt Hjartarson, prófessor í bókmenntafræði

15:40 Kaffihlé og söngur

 

 

 

 

 

Lesa meira

Sérstaða Þórbergsseturs á fræðasviði - bókasafn Esperantista komið í hús

Benedikt og bókaveggurÁrið 2024 heilsar hér í Þórbergssetri og framundan virðist vera líflegt starfsár með fjölmörgum uppákomum á menningarsviði. Auk þess vonumst við eftir að fjöldi ferðamanna, innlendra sem erlendra komi í heimsókn og njóti hér matar og menningar líkt og undanfarin ár.
 
Um síðustu helgi voru hér kröftugir og langir vinnudagar þar sem settur var upp stór og mikill bókaskápur. Íslenska esperantósambandið hefur afhent Þórbergssetri bókasafn sambandsins til varðveislu. Er það til heiðurs Þórbergi Þórðarsyni, sem var einn af ötulustu liðsmönnum esperantóhreyfingarinnar á Íslandi. Þórbergur skrifaði mikið á esperantó auk þess sem alheimstungumálið opnaði honum sýn til heimsbókmenntanna - enda mörg merkustu bókmenntaverk heimsins þýdd á esperantó.

Benedikt Hjartarson bókmenntafræðingur fylgdi safninu hingað austur og stjórnaði uppsetningu þess. Hann orðar það svo að esperantó sé í raun huldukerfi heimsbókmenntanna og hefur hann gefið út bók undir því nafni sem að er lykill að bókasafninu og fjallar um nokkur merk verk innan þess. Hann segir að eftir rannsóknir hans hafi sú sannfæring hans orðið æ sterkari með árunum ,, að saga alþjóðahyggju og alþjóðlegra menningar- og hugmyndastrauma á fyrri hluta tuttugustu aldar verði ekki rakin með tilhlýðilegum hætti án þess að tekið sé mið af mikilvægu hlutverki esperantóhreyfingarinnar." Þar af leiðandi er ljóst að í bókasafni esparantóhreyfingarinnar á Íslandi leynist án efa merk saga þeirra frumkvöðla sem leituðu eftir alþjóðlegum menningarstraumum í byrjun 20. aldarinnar og þar stóð fremstur í flokki Þórbergur Þórðarson, sveitastrákurinn frá Hala í Suðursveit.

Kristján Eiríksson íslenskufræðingur gaf út merka bók, - Lifandi mál, lifandi manna  árið 2020. Þar er saga Íslenska esperantósambandsins rakin en einnig rakin tengsl Þórbergs við hreyfinguna. Fjölmatgar  þýðingar á verkum Þórbergs eru birtar í bókinni, - greinar ritaðar á esperantó sem hafa ekki komið fyrir almenningssjónir áður. Bókin er einnig ómetanleg heimild um þessa merkilegu tíma og leit Íslendinga eftir að kynnast erlendum menningarstraumum í gegnum alþjóðatungumálið esperantó.

Mikil prýði er að bókaveggnum í ,,Eystri sal" safnsins, og vekur það án efa forvitni þeirra ferðalanga sem hér koma alls staðar að úr heiminum.
 

Hrossakjötsmót í Þórbergssetri, 12 - 14 apríl - vegna fjölda fyrirspurna

Hið árlega hrossak20220430 134008jötsmót verður haldið helgina 12 - 14  apríl næstkomandi. Vonandi tekur sveit sólar jafnvel á móti ykkur og vorið 2022, en þá var mótið um mánaðarmót apríl og maí og veðrið lék við okkur eins og sést á myndinni. Óformlegt  bjórmót verður haldið á föstudagskvöldinu en byrjað verður að spila tvímenning kl 13:00 á laugardegi. Hrossakjötsátið er í hléi um kvöldmatarleytið, en síðan  haldið áfram að spila fram eftir kvöldi. Á sunnudeginum hefst spilamennskan klukkan 10 og verður lokið eigi síðar en 15:00. 

Hægt er að fá frekari upplýsingar og skrá þátttöku í síma 623 7973 eða senda skilaboð á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 
Mótsgjald er krónur 5000.
 
Vegna fjölda fyrirspurna setjum við hér inn verðskrá fyrir mótið. Panta þarf gistingu en nægur tími að panta máltíðir þegar komið er á staðinn.
Morgunverður er innifalinn í verði á gistingu
Gisting í tveggja manna herbergi í tvær nætur 18000 á mann.
Gisting í tveggja manna herbergi í eina nótt 12.000 á mann.
Gisting í eins manns herbergi í tvær nætur 20000 á mann.
Gisting í eins manns herbergi í eina nótt 16000 á mann.
 
 
Halahangikjöt á föstudagskvöldinu er 2900 krónur á mann.
Kjötsúpa í hádeginu á laugardag 2500 krónur á mann.
Kvöldmatur hrossakjötsveisla og  bleikjuhlaðborð í sunnudagshádegi krónur 9000 á mann.
Kaffi og annar viðurgjörningu er innifalinn í mótsgjaldi.
 
Einnig er hægt að panta gistingu á Gerði í síma 4781905 og Skyrhúsinu 8998384 og gildir önnur verðskrá þar.
 
Þátttaka í mótinu reiknast til silfurstiga hjá Bridgesambandi Íslands
Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Kennaraskólanemar í D- bekk, útskriftarárgangur ársins 1972 í heimsókn á Hala

kennó Þann 13. maí 2023 komu í heimsókn á Hala, útskriftarnemendur ársins 1972 frá Kennaraskóla Íslands. og makar þeirra alls 15 manns.  Dvöldu þau í tvo daga , fengu á veitingahúsinu allan viðurgjörning og sett var upp fyrir þau sérstök menningardagskrá. Forstöðumaður Þórbergsseturs var í  hópnum og fagnaði  því sérstaklega heimsókn þeirra og lagði sig fram um að gera þeim dvölina sem ánægjulegasta.  Sumir komu um langan veg erlendis frá m.a. fá Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Spáni og segja má að endurfundir  eftir hálfa öld hafi sannarlega verið rétt eins og öll árin væru horfin á braut og  allir ungir  í anda sem aldrei fyrr. 

Tíminn var nýttur vel, en Suðursveit, sjálf sveit sólar -  heilsaði þeim með veðurspá upp á rok og rigningu daginn eftir. Því var brugðið á það ráð að fara í kvöldgöngu og rannsaka umhverfið á meðan veðrið hélst þurrt. Morguninn eftir gerðist hópurinn árrisull og skellti sér í fyrirhugaða jöklaferð inn í Þröng áður en veðrið skall á. Segja má að það hafi verið hápunktur dagsins að ná því að rannsaka jöklalandslagið á þeim stað þar sem Breiðamerkurjökull hefur hopað svo hratt sem raun ber vitni. Greina má auðveldlega hvernig hrammur jökulsins hefur skafið hlíðarnar og hrjóstrugt landslagið á jörðu niðri er í raun botninn, sem jökullin yfirgaf fyrir aðeins fáum árum.. Sjá má hvernig gróðurinn eltir jökulinn og gaman var að greina tegundir blómgróðurs  sem var að lifna með vorinu og nema land í jökulleirnum.  Það passaði til að þegar fyrstu droparnir féllu náðu göngugarparnir aftur að bílunum og haldið var heim í kjötsúpu og notalega inniveru á meðan regnið buldi á rúðunum það sem eftir var dags. 

Þá kom að Þórbergi að skemmta okkur. Þorbjörg  sýndi fyrst kvikmynd af Breiðamerkursandi sem sýndi landmótun og hopun jökla. Síðan var spiluð skyggnusýning þar sem saman fóru myndir úr umhverfinu og textar  Þórbergs, verkefni um skráningu fornminja og  ýmislegt fleira. sjá www.bustuminjar.is og fornar rustir og busetuminjar feisbókarsíða svo og www.thorbergur.is. 

Kvölddagskráin byrjaði með heimsókn á safnið þar sem fannst gott rekið koníak og rauðvín og spilaðar voru sögur Þórbergs með röddu Jóns Hjartarsonar leikara. Steinþór á Hala söng barnagælur með sinni skæru söngröddu, en fjölmargar upptökur eru til með söng hans og skemmtilegum sögum frá liðinni tíð.  Síðan var etinn sveitamaturinn og skemmt sér fram eftir kvöldi við söng glens og gaman. Fjölnir og Þorbjörg á Hala þakka gestum sínum fyrir skemmtilegan félgsskap og Þorbjörg sérstaklega sínum elskulegu skólasystkinum  fyrir komuna,  þótti leitt að kveðja og fann fyrir söknuði í sálinni þegar allir voru horfnir á braut. 

Vonandi hittumst við fljótlega  hress og glöð á nýju ári. 

347110948 614331290726531 7742287666825458083 n.jpg þröng

 347118077 517069373816347 6786493825172016823 n.jpg þröng2

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 5423
Gestir á þessu ári: ... 13463