• Þórbergssetur

  • Steinninn í hlaðinu

  • Andlit skáldsins

  • Sólsetur

  • Jökulsárlón

  • Bókaveggurinn

  • Norðurljós yfir Hala

  • Demantsströnd

  • Textar á sýningu

  • Á flugi yfir jökulsporðinum

Menningarsetur reist til minningar um Þórberg Þórðarson rithöfund.

Þórbergssetur (safn og veitingahús) er opið í sumar alla daga frá kl 9 - 21 

Vinsamlega bókið fyrir hópa í síma 867 2900 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Verð á sýningar er krónur 1500, en 1200 fyrir hópa sem eru 10 manns og fleiri

Sýningar
Í Þórbergssetri eru sýningar helgaðar sögu Suðursveitar og lífi og verkum Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar.

Veitingar
Beint frá býli og skemmtileg sveitastemmning.
Veitingahúsið er opið til loka nóvember 2023  Sérstök dagskrá fyrir hópa ef óskað er.

 

Allir velkomnir í Þórbergssetur.

 

Gjafir og góður hugur

teppið_hennar_Margrétar.jpgÞað hefur verið líflegt í Þórbergssetri í sumar, fjöldi fólks þegið veitingar og heimsótt safnið. Gjafir hafa verið að berast á síðustu árum sem nú prýða sýninguna og aðstandendur Þórbergsseturs þakka þann hlýja hug sem þeim gjöfum fylgir. Þórbergssetur er því lifandi safn byggt utan um andlegan arf og minjar, en um leið birtist þar veröld horfins tíma þar sem hægt er að rekja sig eftir sögu íslensku þjóðarinnar í gegnum æviskeið Þórbergs Þórðarsonar og konu hans Margrétar Jónsdóttur. Margrét var mikil hannyrðakona og fyrir nokkru barst að gjöf veggteppi sem Margrét saumaði, mikið listaverk sem nú hefur verið sett upp á auða vegginn í þjóðsögustofunni. Gefendur veggteppisins eru hjónin Petrína Ásgeirsdóttir frænka Margrétar og maður hennar Pétur Jóhannesson. 

Margrét Jónsdóttir var mikill listunnandi, fagurkeri og listakona og er teppið fína sannarlega gott vitni um þá hæfileika hennar en er  um leið sýnishorn af handverki kvenna frá þessum tíma. Margrét safnaði líka málverkum eftir fræga íslenska listmálara og áttu þau hjón fallegt safn málverka sem þau gáfu síðan Listasafni alþýðu. 

Fleiri munir hafa verið að berast sem gjafir síðustu tvö árin. Þar á meðal er  ljósakrónan úr stofu þeirra hjóna sem Herdís Petrína Pálsdóttir gaf, kínverskir listmunir og margt fleira. Gestir Þórbergsseturs geta líka sest núna við háborð í ,,plusseraða" stóla þegar þeir snæða og er þá boðið að setjast við borðstofuborð þeirra hjóna  sem gefið var af  Jóni Hjartarsyni leikara og Ragnheiði Tryggvadóttur frá Rithöfundasambandi Íslands. 

Allar þessar gjafir sem nú eru komnar heim á Hala fá á sinn hátt ævarandi líf og merkingu á þeim stað sem Þórbergi var kærastur og gera sýninguna fjölbreyttari og svipmeiri með hverju árinu. Fyrir það eru aðstandendur Þórbergssetur afar þakklátir og finna nú enn betur hvaða skyldur Þórbergssetur ber til framtíðar um varðveislu og framsetningu muna á sýningunni.Hraðar þjóðfélagsbreytingar kalla á að við gleymum ekki upprunanum heldur lítum til fortíðar og gerum minningar liðins tíma sýnilegar næstu kynslóðum.

Fornar rústir og búsetuminjar í Suðursveit

sýning 3Þann 18. júní síðastliðin var opnuð sýning í Menningarmiðstöð Hornafjarðar í tengslum við samvinnuverkefni Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar og Þórbergsseturs um skráningu eyðibýla og menningarminja í landslagi. Unnið hefur verið að verkefninu í rúmt ár og sama dag var opnuð vefsíðan www.busetuminjar.is þar sem eru þegar komnar inn upplýsingar um 15 eyðibýli í Suðursveit. Segja má að verkefnið sé á byrjunarreit og fyrirhugað er að setja meira efni inn á vefinn á næstu mánuðum.  Vonandi verður verkefnið hvatnig til annarra að kynna sér betur sögu fyrri kynslóða og flytja þekkingu á milli kynslóða með tækni nútímans. Þannig getum við ef til vill treyst vitund okkar sem þjóðar á tímum hraðra þjóðfélagsbreytinga og heiðrað þær kynslóðir er byggðu þetta land og bjuggu við erfið kjör á öldum áður. Ummerki um horfna byggð og búskaparhætti má víða finna í landslagi. Þar liggja handaverk liðinna kynslóða sem minnisvarðar í landslagi og gaman er að una sér við að ,,hlusta á nið aldanna" í grónum tóftarbrotum,  Verkefnið er samstarfsverkefni Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar og Þórbergsseturs. Að verkefninu í heild komu Þorbjörg Arnórsdóttir forstöðumaður Þórbergsseturs, Fjölnir Torfason bóndi Hala, Sigríður Guðný Björgvinsdóttur yfirmaður rannsóknarsviðs Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar, Tim Junge grafískur hönnuður og Heiðar Sigurðsson hönnuður vefsíðu, Anna Soffía Ingólfsdóttir fornleifafræðinemi og Kristinn Heiðar Fjölnisson ljósmyndari.

Lesa meira

Í minningu Önnu Þóru Steinþórsdóttur frá Hala

1Anna Þóra Steinþórsdóttir frá Hala í Suðursveit lést 12. mars síðastliðinn á 104, aldursári. Foreldrar hennar voru Steinþór Þórðarson ( 1892 - 1981) bóndi og Steinunn Guðmundsdóttir( 1888 - 1981) húsfreyja á Hala í Suðursveit. Þóra var jarðsungin frá Laugarneskirkju 22. mars. Útförinni var streymt og komu nokkrir ættingjar Þóru saman í Þórbergssetri til að vera viðstaddir útförin. Meðal gesta var Ingibjörg Zophoníasardóttir mágkona hennar á 98. aldursári, gift Torfa Steinþórssyni bróður Þóru, en hann lést árið 2001 þá 86 ára að aldri. Það var hátíðleg stund í Þórbergssetri þennan jarðarfarardag, mynd var varpað á stórt tjald í sýningarsal setursins og hljóðgæði í útsendingu voru góð. Steinþór faðir Þóru og Torfa var bróðir Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar og bjó alla tíð á Hala. Þóra ólst upp á Hala til fullorðinsára, en bjó síðan alla ævi í Reykjavík. Hér er birt minningargrein sem Steinunn Torfadóttir bróðurdóttir Þóru skrifaði um föðursystur sína og lýsir vel sterkum ættartengslum og tengingum Þóru ,,frænku" við ættingjana heima í Suðursveit.. Blessuð sé minning Önnu Þóru Steinþórsdóttur .

Lesa meira

Lifandi mál, lifandi manna

lifandi mál lifandi mannaeftir Kristján Eiríksson
Kynning i dag á afmælisdegi Þórbergs Þórðarsonar 12. mars kl. 14:00
 
„Þótt mikið hafi verið skrifað um ritstörf og ævi meistara Þórbergs Þórðarsonar er einn þáttur sem jafnan hefur orðið útundan en það er esperantotímabilið og áhugi Þórbergs á framgangi hlutlausrar alþjóðatungu. Esperanto var í huga hans það tæki sem gat bjargað menningu smáþjóðanna og um leið sameinað allar þjóðir heimsins í eitt ríki þar sem allir menn nytu réttlætis.
Hér er þessu tímabili gerð ítarleg skil og fjallað um fyrstu kynni Þóbergs af alþjóðamálinu, þýðingar hans og skrif á esperanto, og sagt frá samskiptum hans við erlenda esperantista, ritdeilum um málleysur og alþjóðamál, esperantokennslubókum hans og orðabók sem hann vann að árum saman. Þó er ekki síst fengur að öllu því efni sem Þórbergur ritaði á esperanto, greinum, bréfum, lesköflum og öðru. Margt af þessu birtist hér á íslensku í fyrsta sinn í þýðingu Kritstján Eiríkssonar.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 328
Gestir þennan mánuð: ... 11477
Gestir á þessu ári: ... 41739

Þórbergssetur - Hala, Suðursveit - 781 Höfn í Hornafirði - Sími: 478-1078 - Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Copyright © 2023. All Rights Reserved.

Fara efst