Ársreikningur 2019 og skýrsla um starfsemina.
Ársreikningur 2019 og skýrsla starfsársins eru komin á vefinn.
Menningarsetur reist til minningar um Þórberg Þórðarson rithöfund.
Þórbergssetur er opið frá kl. 12 - 16 flesta daga til 20. október.
Lokað verður alfarið frá 1. nóvember 2020 - 1. febrúar 2021
Vinsamlega bókið fyrir hópa í síma 867 2900 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
SýningarAllir velkomnir í Þórbergssetur.
Ársreikningur 2019 og skýrsla starfsársins eru komin á vefinn.
Líkönin af burstabæjunum eru með þremur og fjórum burstum. Á þakið er límt viðarkurl og á framhliðina er límdur grófgerður sandur og litlir steinar. Inn í bæjunum eru ljósaperur sem lýsa þá upp Annað líkanið er gert í mars 1968 vegna þáttanna um Krumma, frægrar persónu úr Stundinni okkar í sjónvarpinu. sem Rannveig Guðmundsdóttir stjórnaði, en Þorsteinn var mikill aðdáandi Krumma. Gaman er að eiga þessa fallegu bóndabæi í Þórbergsstri til minningar um mætan hagleiksmann, sem átti uppruna sinn í Suðursveit og færum við Margréti miklar þakkir fyrir.
Það er aldrei tíðindalaust í kringum Þórberg Þórðarson og hans verk.
12 mars síðastliðinn á afmælisdegi skáldsins kom út bók með þýðingum á verkum hans á esperantó. Bókin ber heitið Lifandi mál, lifandi manna.
Í bókinni er fjallað um alþjóðamálið esperantó, fyrstu kynni Þórbergs af málinu og orðabók sem hann vann að árum saman. Það er Kristján Eiríksson íslenskufræðingur sem hefur unnið að þessu mikla verki. Hann hefur þýtt ótal greinar, bréf og leskafla sem Þórbergur skrifaði á esperantó og er að koma fyrir augu íslenskra lesenda í fyrsta sinn.
Hér er á ferðinni mjög áhugaverð bók sem enginn áhugamaður um Þórberg eða heimsmálin á að láta fram hjá sér fara.
Bókin er til sölu í bókabúðum og í Þórbergssetri.
Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.