Skip to main content
  • Þórbergssetur

  • Steinninn í hlaðinu

  • Andlit skáldsins

  • Sólsetur

  • Jökulsárlón

  • Bókaveggurinn

  • Norðurljós yfir Hala

  • Demantsströnd

  • Textar á sýningu

  • Á flugi yfir jökulsporðinum

LATRADU

ESPERANTO VEFUR


Tripadvisor


Facebook

Menningarsetur reist til minningar um Þórberg Þórðarson rithöfund.

Um safnið

Þórbergssetur  er opið alla daga frá 1. febrúar 2024 kl 9 - 21 

Verð á sýningar er krónur 1500, en 1200 fyrir hópa sem eru 10 manns og fleiri

Sýningar

Í Þórbergssetri eru sýningar helgaðar sögu Suðursveitar og lífi og verkum Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar.

Allir velkomnir í Þórbergssetur.

Veitingar

Veitingahús og safn er opið til loka nóvember 2023 
Sérstök dagskrá fyrir hópa ef óskað er.

Vinsamlega pantið í síma 478 1078/ 867 2900 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Lifandi mál lifandi manna eftir Kristján Eiríksson

ÞaLifandiMalLifandaManna 72ð er aldrei tíðindalaust í kringum Þórberg Þórðarson og hans verk.

12 mars síðastliðinn á afmælisdegi skáldsins kom út bók með þýðingum á verkum hans á esperantó. Bókin ber heitið Lifandi mál, lifandi manna.

Í bókinni er fjallað um alþjóðamálið esperantó, fyrstu kynni Þórbergs af málinu og orðabók sem hann vann að árum saman. Það er Kristján Eiríksson íslenskufræðingur sem hefur unnið að þessu mikla verki. Hann hefur þýtt ótal greinar, bréf og leskafla sem Þórbergur skrifaði á esperantó og er að koma fyrir augu íslenskra lesenda í fyrsta sinn. 

Hér er á ferðinni mjög áhugaverð bók sem enginn áhugamaður um Þórberg eða heimsmálin á að láta fram hjá sér fara.

Bókin er til sölu í bókabúðum og í Þórbergssetri.

Eystrahorn, merkilegar heimildir um liðna tíð

Síðastliðið sumar komu þau Ragnhildur Jónsdóttir og Grétar Vilbergsson færandi hendi í Þórbergssetur með fimmtán fyrstu árganga Eystrahorns innbundna í fallegar bækur. Þessi myndarlega gjöf kom úr búi foreldra Ragnhildar, þeirra Sigríðar Helgu Axelsdóttur og Jóns Sveinssonar sem lengst af bjuggu á Fiskhól á Höfn. Það er ólýsanlega fróðlegt og gaman að fletta þessum blöðum, elsti árgangurinn frá árinu 1983, - fyrsta blað útgefið 23. mars það ár og ritstjórinn var Halldór Tjörvi Einarsson. 

Eystrahorn, forsíðaÍ fyrstu blöðunum eru strax mjög eftirtektarverðar greinar og viðtöl. Má þar nefna viðtal sem ber yfirskriftina,, Náttúrusinfonía undir Eystrahorni ", viðtal við Benedikt Stefánsson á Hvalnesi. Þar segir þegar hann lýsir því hvaða áhrif umhverfið getur haft á sálina: ,, Ég get nefnt sem dæmi af því ég hef ánægju af músik, að ég held það sé stórfenglegasta sinfonía sem ég heyri, þegar stormurinn stendur hér upp á tindana og það kveður sér ljóð saman, hvinurinn í tindaskörðunum og brimið við ströndina.
 
"Grein eftir Unni Kristjánsdóttur á Lambleiksstöðum um áfengismál sem ber heitið ,, Mér leiðist handarbaksvinna".  Sagt er frá nýstofnuðu refabúi á Mýrum og minkabúi í Nesjum, gosi í Grímsvötnum , ný flugstöðvarbygging tekin í notkun, elli og hjúkrunarheimili á Höfn vígt svo nokkuð sé nefnt
 
Og mönnum verður tíðrætt um veðrið þá eins og nú því í grein sem ber heitið ,, Sitt lítið af hverju úr Suðursveitinni" segir Torfi Steinþórsson frá mesta snjó vetrarins í Suðursveit. Það var 19. apríl að snjóaði samfellt í 20 klukkustundir. Snjókomunni fylgdi norðaustan stinningskaldi og mikill skafrenningur. Mynduðust ferlegir skaflar allt að tveggja metra djúpir eða jafnvel meira. Var þetta einn mesti snjór í mannaminnum og nemendur Hrollaugsstaðaskóla urðu í fyrsta sinni frá því skólaakstur hófst árið 1973,  veðurtepptir um nætursakir í skólanum,-  þeim til mikils yndisauka.
 
Það er því augljóst að í þessum blöðum eru ómetanlegar heimildir og hugrenningar íbúa Austur Skaftafellssýslu, sem gaman er að rifja upp og eiga aðgang að. Því hefur verið ákveðið að safna saman efni um Suðursveit úr þessum elstu árgöngum Eystrahorns inn á Þórbergsvefinn og þegar eru komnar nokkrar greinar. Eru þær undir liðnum Suðursveit og líkur eru á að smá saman safnist þarna efni um okkar ágætu sveit, sem hægt verður að leita í okkur til fróðleiks og skemmtunar.
 

Bridgemót og hrossakjöt

Torfi SteinþórssonHin árlega hrossakjötsveisla og bridgekeppni verður haldin 25. apríl á þessu ári.
Spilaður verður  tvímenningur og byrjaðað spila kl 13:00 á laugardeginum og spilað linnulaust  fram á kvöld, en tekið hlé og  etið hrossakjöt  um kvöldmatarleytið.
Á sunnudeginum hefst svo spilamennskan kl 10:00 og lýkur eigi síðar en 15:00.
Hægt er að fá frekari upplýsingar og skrá þátttöku í síma 8672900 eða senda skilaboð á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
 
 
 
 
 
 
Vegna fjölda fyrirspurna setjum við inn verðskrá fyrir mótið, en nægur tími er að panta máltíðir þegar komið er á staðinn.
 
Gisting í tveggja manna herbergi í tvær nætur 10.000 á mann
Gisting í tveggja manna herbergi  í eina nótt 7000 á mann
Gisting í eins manns herbergi í tvær nætur 12000 
Gisting í eins manns herbergi eina nótt 9000
 
Halahangikjöt á föstudagskvöldi 1800 á mann
Kjötsúpa í laugardagshádegi 1850 á mann
Hrossakjöt í kvöldmat og Halableikja í hádegismat á sunnudegi ásamt kökum og kaffi á meðan á mótinu stendur  7000 kr á mann
 
Einnig er hægt að panta gistingu á Gerði sími 4781905 og í Skyrhúsinu 8998384 og gildir þar önnur verðskrá.
 
Þáttaka í mótinu reiknast til silfurstiga hjá Bridgesambandi Íslands
 
Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir
 
 

Bækur sem Félag bókagerðarmanna ánafnaði Þórbergssetri

Bókaskápur Þórbergs á HringbrautÞegar Félag bókagerðarmanna seldi hús sitt, Hverfisgötu 21, ánafnaði félagið Þórbergssetri bókum sem Þórbergur hafði skenkt vinum sínum og félögum, Hallbirni Halldórssyni prentara og Kristínu Guðmundardóttur, en þau arfleiddu Hið íslenska prentarafélag, síðar Félag bókagerðarmanna, að öllum sínum eigum. Þórbergur og fleiri listamenn í Mjólkurfélagi heilagra, voru tíðír gestir á heimili Hallbjarnar og Kristínar á Spítalastíg 7 og síðar á Hverfisgötu 21.

Gjöfin barst Þórbergssetri fyrir milligöngu Stefáns Ólafssonar og þakkar Þórbergssetur þann góða hug er að baki liggur.

 Hið íslenska prentarafélag HÍP er elsta stéttarfélag landsins stofnað 4. apríl 1897 og er saga þess samfelld síðan. Bókbindarar áttu sitt félag og prentmyndasmiðir annað. Öll þessi félög sameinuðust árið 1980 í Félag bókagerðarmanna og eignir gömlu félaganna og lausamunir komu þá á Hverfisgötuna, þar með talið bókasafn þeirra ágætu hjóna Kristínar Guðmundsdóttur og Hallbjarnar Halldórssonar. Hallbjörn var um skeið formaður HÍP og síðar heiðursfélagi þess. Hið íslenska prentarafélag HÍP keypti húsið 1941 og saga íslenskra bókagerðarmanna var samofin sögu hússins allt þar til í lok september 2012.

Bókagjöfin barst frá Félagi bókagerðarmanna til Þórbergsseturs árið 2012.  Hún er varðveitt inn á sýningunni í bókaskáp Þórbergs á Hringbrautinni, en þar er leikmynd af Umskiptingastofunni með ýmsum munum úr búi þeirra hjóna. Um er að ræða alvörubókaskápa Þórbergs, sem bárust einnig sem gjöf fyrir nokkrum árum úr búi Hólmfríðar Sigurðardóttur og Gríms Helgasonar. Gjöfinni tilheyra allmargar Esperantóbækur, einnig frumútgáfur af verkum Þórbergs m.a Edda Þórbergs sem jólagjöf til Kristínar Guðmundsdóttur jólin 1941 og Fagurt mannlíf - gjöf til Hallbjörns fyrir prófarkarlestur 1945. og fleira.

Bækurnar eru eins og Stefán Ólafsson segir ,,brúksbækur" og bera þess merki að hafa verið lesnar og það oft.  Lista yfir bækurnar má sjá hér undir þessari frétt.

Sjá myndir og bókalista

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 5550
Gestir á þessu ári: ... 23573