Skip to main content

Skráning á málþing

Nú er hægt að skrá sig hér á vefnum á málþing um Þórberg Þórðarson. Málþingið verður haldið dagana 29 - 30 maí. Fyrri daginn er formleg dagskrá að Hrollaugsstöðum. Seinni daginn verður farið í göngu- og skoðunarferð á heimaslóðum Þórbergs og m.a. skoðaðar fornleifar sem fundust fyrir nokkrum árum á Steinadal. Við frumrannsóknir á svæðinu var komið niður á gólf þar sem fundust munir frá víkingaöld. Gamlar sagnir um Papbýli og bæinn Hof í Papbýli, sem sagt er frá í Landnámu komust því aftur á kreik, og forvitnilegt væri að rannsaka svæðið nánar á næstu árum. Þeir sem vilja koma með og njóta útiveru seinni daginn þurfa að taka með sér gönguskóna. Allir eru velkomnir á málþingið, en dagskráin er hér á vefnum undir liðnum málþing.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 73
Gestir þennan mánuð: ... 4721
Gestir á þessu ári: ... 22745