Skip to main content

Málþing um meistara Þórberg

Um hundrað manns sóttu málþing um meistara Þórberg á Hrollaugsstöðum á uppstigningardag. Mikil veðurblíða heilsaði gestum þegar málþingið var sett við minnisvarða þeirra Halabræðra. Síðan var haldið í Hrollaugsstaði og þar hófst dagskráin með undirritun samstarfssamnings um Þórbergssetur. Samstarfsaðilar eru Heimspekideild Háskóla Íslands, Orðabók Háskólans, Stofnun Árna Magnússonar, Þjóðminjasafn, Þjóðskjalasafn, Landsbókasafn, Rithöfundasamband Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands og Örnefnastofnun Íslands. Auk þess er Menningarmiðstöð Hornafjarðar stofnaðili. Stofnskrá Þórbergsseturs verður opin í eitt ár og geta velunnarar skrásett sig án nokkurra kvaða, en lágmarksupphæð er krónur 10.000. Síðari daginn tók fjöldi fólks þátt í söguferð með Þórbergi þar sem gengið var um heimaslóð Þórbergs og m.a. farið upp á Helghól og inn í Kvennaskála þar sem heilsað var upp á Kvennaskálasteininn. Ritsmíðar Þórbergs vörðuðu leiðina. Að lokum var farið í Papbýli hið forna og skoðaðar 1000 ára minjar horfinnar byggðar, sem fannst fyrir nokkrum árum. Á næstu vikum mun hluti af erindum málþingsins birtast inn á vefnum undir liðnum málþing
 

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 377
Gestir þennan mánuð: ... 7800
Gestir á þessu ári: ... 85862