Skip to main content

Hæsti styrkurinn til Þórbergsseturs

menning 1Þórbergssetur á Hala í Suðursveit hlaut hæsta styrkinn úr Menningarsjóði Austurlands styrkirnir voru afhentir við hátíðlega athöfn á Djúpavogi í gær. Styrknum er ætlað að renna til sýningahalds um ævi Þórbergs Þórðarsonar. Alls var úthlutað tuttugu milljónum króna til 57 verkefna og afhenti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra 19 hæstu styrkina. Við þessa úthlutun var lögð áhersla á þrennt; nýsköpun, samstarf og ungt fólk.

3.3 milljónir renna til verkefna í Austur-Skaftafellssýslu. Þessi verkefni eru:
- 1.500.000 Þórbergssetur, Hala í Suðursveit. Sýningar um ævi Þórbergs Þórðarsonar.
- 500.000 Jöklasetrið á Höfn. Hönnun og undirbúningur nýrrar sýningar.
- 500.000 Nemendafélag FAS og samstarfsaðilar. Ungt fólk, frumkvæði og menning.
- 400.000 Listasafn Svavars Guðna og Gunnarsstofnun. Sýning, málþing og ritgerðasamkeppni.
- 300.000 Þjóðgarðurinn Skaftafelli. Skemmtun vegna 30 ára afmælis Skeiðarárbrúarinnar.
- 100.000 Vox Luminae. Upptaka með tveimur Barnakórum.

Á myndinni tekur Þorbjörg Arnórsdóttir við hæsta styrknum á Djúpavogi í gær. Með henni á myndinni eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra of Signý Ormarsdóttir menningarfulltrúi Austurlands.

Frétt af horn.is.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 4895
Gestir á þessu ári: ... 29896