Skip to main content

Klæðningu að ljúka

myndthorNú er unnið af miklum krafti við að ljúka klæðningu utan á Þórbergssetur.Sex fílefldir karlmenn leggja nótt við dag  og þó að við hefðum kosið að vera laus við vindnæðing síðustu daga, þá er það kostur að ekki hefur rignt og allir viðir undir klæðningu skraufaþurrir og í góðu ásigkomulagi. Klæðningu á austurstafni er að mestu lokið og ef allt gengur að óskum er reiknað með að ljúka vestri bókastoð á morgun.

Gula hlaðan er að breytast í bókhlöðu og næsta verkefni er sennilega að afmá gula litinn með öllu.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 322
Gestir á þessu ári: ... 25323