Skip to main content

Fræðimenn á Hala

frimenn og namskei 003Fyrstu vikuna í nýári dvöldu þær Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur og Þóra Sigríður Ingólfsdóttir bókmenntafræðinemi í gestaíbúð á Hala við lestur og skriftir. Þóra Sigríður er að ljúka MA-prófi í íslenskum bókmenntum og vann hún að MA ritgerð sinni sem fjallar um þríleik Ólafs Jóhanns Sigurðssonar um Pál blaðamann og eftirstríðsárin: Gangvirkið, Seiður og hélog, og Drekar og smáfuglar. Soffía Auður er leiðbeinandi Þóru Sigríðar við ritgerðaskrifin og að hennar sögn var dvölin á Hala mjög árangursrík enda fullkomin ró og vinnufriður á staðnum. Soffía Auður segir ritgerð Þóru Sigríðar fela í sér merka úttekt og endurmat á þessum þríleik Ólafs Jóhanns sem var á útgáfutímanum helst metinn út frá bjöguðum kaldastríðshugsunarhætti, eins og því miður var algengt að sjá í mati á bókmenntum langt fram eftir 20. öldinni. Þóra Sigríður hefur lofað að flytja fyrirlestur á Þórbergssetri í vor um þríleikinn - og þá kannski helst um óvæntar tengingar við Þórberg Þórðarsson sem finna má í verkinu.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 635
Gestir á þessu ári: ... 25636