Skip to main content

Merking gönguleiða, fornminjar og örnefni

klukkugilskaltoftÁ árunum 2003 og 2004 voru merktar þrjár gönguleiðir, tvær þeirra eru ratleikir í nágrenni Hala, en hin þriðja er stikuð gönguleið með vegvísum að fjallabaki. Á hverri gönguleið eru söguskilti með tilvitnun í bækur Þórbergs og gamlar sagnir af svæðinu. Einnig var á þessum árum farið í skipulagðar gönguferðir með leiðsögn um sögusvið Suðursveitabóka Þórbergs og vakin athygli á sérkennum í náttúrufari en einnig merkum menningarminjum í umhverfinu og fjallað um sambýli manns og náttúru í 1100 ár.

Mikla athygli hafa vakið fornar rústir í Papbýli hinu forna sem fundust 1998 og þegar teknar voru þar tilraunaholur árið 2001, reyndust þær vera frá fyrstu öldum Íslands byggðar. Gamlar munnmælasögur hafa verið rifjaðar upp og tengdar á ný umhverfi og staðháttum. Örnefni voru merkt inn á sérstakar örnefnamyndir og eru til sýnis í Þórbergssetri og fyrirhugað er að safna þar saman frekari fróðleik um umhverfi, búsetu og mannlíf og viðhalda þekkingu á gömlum sögnum um álfa, drauga og tröll.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 377
Gestir þennan mánuð: ... 7800
Gestir á þessu ári: ... 85862