Skip to main content

Vorið í Suðursveit 16. - 17. maí.

Ferðaþjónustuaðilar í Suðursveit munu bjóða upp á fjölbreytta dagskrá um næstu helgi, þar sem þjónusta þeirra verður kynnt fyrir heimafólki. Auk opnun sýninga í Þórbergssetri verður boðið upp

á bátasiglingu um Jökulsárlónið fyrir heimamenn eftir kl 17: 00 á sunnudeginum. Verð einungis kr.1000.- fyrir fullorðna en frítt fyrir börn yngri en 12 ára. Útilistaverk og lambaskoðun í Lækjarhúsum í Borgarhöfn. Á Smyrlabjörgum verður glæsilegt hlaðborð á Laugardagskvöldið frá kl: 18 - Allt úr héraði. Báða dagana verður hægt að skoða lömb á Smyrlabjörgum og á sunnudeginum verður kaffihlaðborð frá kl: 14. Skálafell býður gestum upp á gönguferð að jökli kl 14 á laugardag, með leiðsögn, á vægu verði kr. 500.- pr. mann. Hægt er að kíkja á sauðburðinn og kynna sér þjónustuna. Kaffi á könnunni báða dagana frá kl: 10-17.

Bregðum nú undir okkur betri fætinum og njótum þess sem er í boði í heimabyggð.

Allir eru velkomnir í sveitina

Ríki Vatnajökuls og Ferðaþjónustuaðilar í Suðursveit

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 19
Gestir þennan mánuð: ... 4667
Gestir á þessu ári: ... 22690