Skip to main content

Safnahelgi á Suðurlandi

Þórbergssetur ákvað að taka þátt í safnahelgi á Suðurlandi. Opið hús verður  í Þórbergssetri laugardaginn 7. nóvember og sunnudaginn 8. nóvember frá kl 13:00 - 17:00.  Kynna á verkefnið Söguslóð á Suðausturlandi sem var samstarfsverkefni menningarstofnana og ferðaþjónustuaðila frá Djúpavogi að Skaftafelli og fjallar um landnám, fyrstu mannaferðir á Suðausturlandi, papasögur og tengsl Íslands við Skotland og skosku eyjarnar á fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Einnig verða einstaka munir sýndir sérstaklega og sögð saga þeirra. Þar má nefna fjalhöggið úr Hvannadal, gamlar bækur, stytta sem Þórbergur gaf Lillu Heggu, merkilegur mannbroddur, og krossinn hans Þórbergs. Kaffi verður á könnunni og allir eru velkomnir sem vilja renna í sveitina og skoða sig um í Suðursveit nú í byrjun vetrar.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 336
Gestir þennan mánuð: ... 8873
Gestir á þessu ári: ... 16913