Skip to main content

Undirbúningur

hladanFerli framkvæmda og fjármögnunar Þórbergsseturs á sér langa sögu eða allt frá árinu 2001 þegar fyrstu hugmyndir um uppbyggingu vöknuðu meðal heimamanna á Hala. Fljótlega var ákveðið að byggja við og endurbæta 335 fermetra stálgrindahús sem byggt var árið 1979, og nýtt frá þeim tíma sem hlaða og fjárhús og bar heitið ,,Gula hlaðan”          

Ábúendur á Hala Steinþór Torfason og Ólöf Guðmundsdóttir, Fjölnir Torfason og Þorbjörg Arnórsdóttir og Ingibjörg Zophoníasardóttir stóðu að stofnun sjálfseignarstofnunar um verkefnið árið 2003 ásamt Sveitarfélaginu Hornafirði, Menningarmiðstöð Hornafjarðar, Háskóla Íslands og Rithöfundasambandi Íslands sem eiga fulltrúa í stjórn stofnunarinnar. Faglegir samstarfsaðilar að verkefninu voru 10 mennta- og menningarstofnanir sem skrifuðu undir samstarfssamning á málþingi á Hrollaugsstöðum í Suðursveit 29. maí 2003. Þær eru Heimspekideild Háskóla Íslands, Íslenska esperantósambandið, Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, Náttúrufræðistofnun Íslands, Orðabók Háskólans, Rithöfundasamband Íslands, Stofnun Árna Magnússonar, Þjóðminjasafn Íslands, Þjóðskjalasafn Íslands og Örnefnastofnun Íslands ( sjá fylgiskjöl ;Skipulagsskrá og samstarfssamningur)

Helstu markmið verkefnisins eru samkvæmt skipulagsskrá:

  1. Efla rannsóknir og umfjöllun um ævi, störf og ritverk Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar frá Hala í Suðursveit.
  2. Efla fræðastörf er tengjast söfnun, varðveislu og skráningu menningarminja í Suðursveit og síðar Austur Skaftafellssýslu.
  3. Miðla þekkingu á fjölbreyttan hátt og standa fyrir fræðslu til ferðamanna og almennings um Þórberg Þórðarson, sögu og mannlíf í Austur Skaftafellssýslu

Markviss undirbúningur að verkefninu hófst það ár og ýmis undirbúningsvinna fór í gang svo sem söfnun heimilda og gagna, merking gönguleiða, gerð örnefnakorta, efnisöflun á vefinn thorbergur.is, málþing og kynning á verkefninu m.a. í Háskóla Íslands og víðar. Unnið var eftir sérstakri framkvæmdaáætlun sem miðaði að því að Þórbergssetur yrði opnað á Hala í síðasta lagi árið 2006. Sjá má hluta af undirbúnings- og fræðavinnu á vefnum thorbergur.is sem aðstandendur Þórbergsseturs hafa alfarið séð um.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 140
Gestir þennan mánuð: ... 6220
Gestir á þessu ári: ... 24244