Skip to main content

Á fæðingardegi Þórbergs

Dagskrá verður í Þórbergssetri næstkomandi föstudag 12. mars og hefst  kl 20:30. Samkór Hornafjarðar ætlar að flytja þar  söngdagskrá, en einnig ætla þau Pétur Gunnarsson og Soffía Auður Birgisdóttir að kynna nýjar bækur um og eftir Þórberg. Flytja á stutta dagskrá um ála, og gæða sér síðan m.a.  á reyktum ál frá Ara frænda frá Reynivöllum. Dagskráin er liður í vetrarhátið í Ríki Vatnajökuls. Opið verður inn á sýningar í lok dagskrár, en þar er nú m.a. ný sögusýning um landnám í Skaftafellssýslum og myndasýning af ferðalagi í Veðurárdali.
Það verður glatt á hjalla  á vetrargleði í Þórbergssetri þar sem við vonumst til  að eiga góða kvöldstund saman við lestur, söng og góðar veitingar.     

Á fæðingardegi Þórbergs
Vetrargleði í Þórbergssetri 12. mars  kl. 20:30

Þórbergur í nýju ljósi
Pétur Gunnarsson fjallar um bækur sínar helgaðar Þórbergi Þórðarsyni.
ÞÞ - Í fátæktarlandi og ÞÞ - Í forheimskunarlandi.

Söngdagskrá
Samkór Hornafjarðar kemur í heimsókn og  flytur söngdagskrá

Meistarar og lærisveinar
Soffía Auður Birgisdóttir fjallar um nýja bók eftir Þórberg Þórðarson sem kemur út á vordögum

Álar í Ríki Vatnajökuls
Dagskrá um ála, Soffía Auður Birgisdóttir og Þorbjörg Arnórsdóttir flytja

Léttar veitingar í mat og drykk. Hornfirskar afurðir í hávegum hafðar

Allir velkomnir

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 4648
Gestir á þessu ári: ... 22672