Skip to main content

Páskar í Þórbergssetri 2010

Þórbergssetur er opið yfir alla páskana frá kl 9 - 20. Opið er inn á sýningarnar og heimafólk á staðnum til skrafs og ráðagerða ef óskað er. Einnig má sjá sýnishorn úr bókasafni Þórbergs, en um þessar mundir er unnið að því að skrá það. Kennir þar margra grasa og m.a. hefur fundist þar frumútgáfa af ferðabók Ebenesar Henderson á ensku  svo og fleiri fornar bækur. Skemmtilegt var að fá í hendurnar bókina Einvaldsklærnar á Hornafirði eftir Einar Eiríksson frá Hvalnesi. Bókin var útgefin árið 1928, en Þórbergur hefur eignast hana 7. apríl 1946 kl 12:11 f.h. Þar fjallar Einar um það harðræði sem hann taldi Skaftfellinga hafa mátt þola í verslunarmálum í byrjun 20. aldar og dregur ekkert undan.
Í veitingahúsinu í Þórbergssetri er veitingar í boði yfir daginn og kvöldverður ef óskað er, en betra er að panta kvöldmat með fyrirvara.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 129
Gestir þennan mánuð: ... 4648
Gestir á þessu ári: ... 22672