Skip to main content

Dagskrá Söguráðstefnu í Þórbergssetri

Þórbergssetur og Háskólasetrið á Hornafirði standa fyrir málþingi helgina 2.-3. október sem ber yfirskriftina: LANDNÁM NORRÆNNA OG KELTNESKRA MANNA Á ÍSLANDI. Málþingið hefst á laugardagsmorgun 2. október og lýkur síðdegis á sunnudeginum. Gestir munu fá  úrdrætti úr erindum fyrirlesara á íslensku og einnig verður reynt að túlka umræður á íslensku yfir til ráðstefnugesta. Sjá dagskrá

DAGSKRÁ
Laugardagur 2. október
10:00 Setning: Dr. Þorvarður Árnason forstöðumaður Háskólaseturs Hornafjarðar

10:10 Dr. John Sheehan : Dicuil, the Navigatio and the Faroes: an archaeological perspective.

11:00 Kaffihlé
11:10 Dr. Kristján Ahronson, Pap-names, papar and the archaeology of early medieval monasticism: Implications and questions for early Iceland and its north Atlantic context
12:00 Matarhlé

13:00 Marteinn Sigurðsson, The Meaning of Papýli: Some Problems and Possibilities

14:00 Heimsókn í Papbýli
17:00 Kaffi
17:30 Sögusýning í Þórbergssetri, Þorbjörg Arnórsdóttir, Fjölnir Torfason
          Umræður
19:30 Hátíðarkvöldverður
 
Sunnudagur 3. október
10:00 Dr. Gísli Sigurðsson: The Gaelic influence in Iceland and how we interpret it.
11:00 Kaffihlé
11:10 Dr. Andrew Jennings: 'Echoes of Dalriata in Iceland'
12:10 Hádegisverður
13:10 Samstarf, samantekt : Þorvarður Árnason og Soffía Auður Birgisdóttir fjalla um hugmyndir að áframhaldandi samstarfi
14:30 Ráðstefnuslit

 

Málþingið er hugsað sem upphaf á rannsóknarsamvinnu íslenskra og erlendra fræðimanna sem mun standa fyrir nokkrum
málþingum og ráðstefnum; meðal annars er áætlað að halda stóra alþjóðlega ráðstefnu á Suðausturlandi árið 2013 eða 2014

Vinnuheiti rannsóknarinnar er VIKINGS AND CELTS IN SOUTH-EAST ICELAND: SAGAS, SOURCES AND SOCIETIES og
markmiðið er að kanna möguleg tengsl Suðausturlands við nágrannalöndin - Færeyjar, Orkneyjar, Írland, Skotland og Noreg
á þeim tíma sem Ísland var numið. Nálgunin verður þverfagleg og leitað verður eftir samvinnu forleifafræðinga,
sagnfræðinga, bókmenntafræðinga, málvísindamanna, mannfræðinga og þjóðfræðinga.

 

Um fyrirlesara:

John Sheehan er fornleifafræðingur við Háskólann í Cork á Írlandi og hefur rannsakað minjar um papa og frumkristni í
Færeyjum. Kristján Ahronson er Vesturíslendingur og fornleifafræðingur við háskólann í Bangor í Wales. 
Marteinn Sigurðsson er norrænufræðingur við Kaupmannahafnarháskóla. Gísli Sigurðsson er rannsóknarprófessor við
Árnastofnun, Háskóla Íslands.  Andrew Jennings er rannsóknar-prófessor við Center for Nordic Studies á Orkneyjum.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 234
Gestir þennan mánuð: ... 8771
Gestir á þessu ári: ... 16811