Skip to main content

Skáldakvöld 11. mars næstkomandi

Helgina 11. - 12 mars verður skáldahelgi í Þórbergssetri, en hefð er fyrir því að halda hátíð í Þórbergssetrii sem næst fæðingardegi Þórbergs 12. mars. Kristín Steinsdóttir rithöfundur ætlar að fjalla um skáldsögu sína,  Ljósu, sem kom út núna fyrir jólin. Sögusvið þeirrar bókar er m.a. í Suðursveit. Vilborg Dagbjartsdóttir skáld ætlar að fjalla um kynni sín af Þórbergi og flytja ljóð úr nýjustu ljóðabók sinni, Síðdegi. Báðar þessar bækur hafa verið tilnefndar til menningarverðlauna DV.  Kvennakór Hornafjarðar ætlar einnig að koma í heimsókn og syngja nokkur lög. Hægt er að koma í helgardvöl á Hala þessa helgi og njóta menningardagskrár, skoða sýningar og ferðast um umhverfið. Hægt er að fá leiðsögn utan dyra í nærumhverfi Þórbergssetur ef óskað er á laugardeginum eða sunnudeginum. Alls staðar bíður sagan við hvert fótmál og mjög gaman er skoða sig um í náttúrunni í góðu veðri að vetrarlagi. Allir velkomnir. Upplýsingar um gistingu má sjá á www.hali.is

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 175
Gestir þennan mánuð: ... 8712
Gestir á þessu ári: ... 16752