Skip to main content

Um áramót 2010

Veðurfar hefur verið með eindæmum gott yfir jól og áramót hér í Suðursveit. Árið 2009 var gjöfult hér, fjölmargir ferðamenn af ótal þjóðernum komu á Hala og í Þórbergssetur og öflugt menningarstarf var innan Þórbergsseturs með þáttöku fjölmargra gesta, erlendra sem innlendra. Stærsti ávinningur ársins 2009 er þó sá að Þórbergssetur er nú komið inn á föst fjárlög íslenska ríkisins og þar með viðurkennt sem eitt af rithöfundasetrum Íslands. Þar með er margra ára baráttumál í höfn og það verður ánægjulegt að geta nú haldið áfram að byggja upp öflugt menningarstarf í Þórbergssetri. Við lítum því bjartsýn fram á veginn  íbúar í Suðursveit og vonum að þær þrengingar sem íslensk þjóð hefur þurft að ganga í gegnum á síðastliðnu ári efli okkur og styrki í að nýta sjálfsbjargarviðleitnina til stærri átaka í framtíðinni.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 65
Gestir þennan mánuð: ... 4713
Gestir á þessu ári: ... 22737