Skip to main content

Haustþing Þórbergsseturs

Haustþing Þórbergssetur, Jöklar og saga, stjörnur og rómantík tókst með afbrigðum vel. Um 60 manns sóttu þingið víða af á landinu. Börn Einars ríka og fjölskyldur þeirra mættu og fluttu skemmtilega dagskrá um samskipti Þórbergs og Einars föður þeirra, en Þórbergur skráði æviminningar Einars í lok sjöunda áratugs síðustu aldar. Einnig voru fróðleg erindi um jökla og stjörnur flutt af Helga Björnssyni og Snævarri Guðmundssyni. Heimspekilegar vangaveltur um Þórberg og ástina, svo og karlmanninn Þórberg voru síðan á dagskrá seinni daginn og einnig var lesið úr bréfum til Þórbergss sem eru í bréfasafni hans á Landsbókasafninu. Sannarlega stór stund í starfi Þórbergsseturs að fá allt þetta fólk í heimsókn, veðrið hefði mátt vera betra fyrri daginn en sólin skein síðan glatt á sunnudeginum og umhverfið skartaði sínu fegursta.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 74
Gestir þennan mánuð: ... 4593
Gestir á þessu ári: ... 22617