Skírnarathöfn í Þórbergssetri

batvigslaRétt í þann mund er fyrstu tölur birtust á kosningakvöldi var skemmtileg skírnarathöfn við Þórbergssetur. Þrír fréttamenn RUV áttu leið um með bát sem þeir höfðu fest kaup á. Trillan hlaut nafnið Lilla Hegga og á meðan á skírnarathöfninni stóð las Þorbjörg Arnórsdóttir skírnarvottur upp vel valinn kafla úr Sálminum um blómið. Þetta var mjög hátíðleg stund í anda Þórbergs, háalvarleg og kátbrosleg.,,Grunntónn tilverunnar er meinlaust grín". Munum það kæru landar og til hamingju með kosningaúrslitin.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 143
Gestir þennan mánuð: ... 7896
Gestir á þessu ári: ... 18637

Þórbergssetur - Hala, Suðursveit - 781 Höfn í Hornafirði - Sími: 478-1078 - Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Copyright © 2023. All Rights Reserved.

Fara efst