Skip to main content

Fögur er jörðin - Tónleikar á miðju ferðamannasumri

tonleikarHinir árlegu tónleikar  á Ólafsmessu verða haldnir í Kálfafellstaðarkirkju að lokinni guðþjónustu sunnudaginn 27. júlí kl. 15:00. Að þessu sinni er um skaftfellskan menningarviðburð að ræða þar sem listafólkið á allt ættir sínar að rekja til Hornafjarðar og nágrennis. Um er að ræða lög Óskars Guðnasonar   frá Höfn sem hann samdi við texta Kristínar Jónsdóttur frá Hlíð úr ljóðabók hennar Bréfi til næturinnar. Flytjendur eru Þórdís Sævarsdóttir söngkona frá Rauðabergi á Mýrum, Ingólfur Steinsson listamaður frá Seyðisfirði sem á ættir sínar að rekja að Kálfafelli í Suðursveit og Óskar Guðnason tónlistarmaður. Að lokinni dagskrá í Kálfafellstaðarkirkju verður farið í gönguferð og heilsað upp á völvuna frá Kálfafellsstað. Undir Hellaklettum í Suðursveit er leiði hennar. Þar er gaman að koma og rifja upp ævaforna sögu um álög völvunnar, sem hvíldu á Kálfafellsstað. Sagan endurspeglar sérstaka þjóðtrú  sem er hluti af alþýðumenningu okkar þjóðar. Markmið með þessum menningarviðburði er að minnast þessarar einstöku sögu með virðingu  og tengja við tilveru okkar í dag, þrátt fyrir líf í tæknivæddri veröld. Tónleikar á Ólafsvöku eru hluti af þeirri menningardagskrá sem Þórbergssetur stendur fyrir á hverju ári og aðgangur er ókeypis. Allir eru velkomnir og endilega að taka með sér gesti sem eiga leið um.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 210
Gestir þennan mánuð: ... 5323
Gestir á þessu ári: ... 23346