Skip to main content

Málþing í Þórbergssetri

Malthing111014Haustþing Þórbergsseturs verður haldið laugardaginn 11. október og hefst kl 10:30.

Dagskráin ber heitið ,,Stolt okkar er viskan“ og verður að þessu sinni tengd þeim stofnunum sem nú eru starfandi í Sveitarfélaginu Hornafirði. Með málþinginu er verið að vekja athygli á mikilvægi  rannsókna er tengjast umhverfi, sögu og náttúrufari og hvernig hægt er að nýta þær sem styrkari  bakgrunn í ferðaþjónustu. Takmark okkar ætti að vera að öll ferðaþjónusta verði fræðandi ferðaþjónusta og því mikilvægt að hafa nú innan sveitarfélagsins vettvang til rannsókna, en jafnframt þarf að huga að samstarfi og miðlun á milli stofnana þannig að þekking og niðurstöður skráninga og rannsókna séu aðgengilegar þeim er starfa við upplýsingagjöf og móttöku. Birna Lárusdóttir og Elín Ósk Hreiðarsdóttir fornleifafræðingar eru gestir málþingsins. Þær hafa  dvalið í fræðaíbúð á Hala og unnið að verkefnum sínum og hafa m.a. starfað við fornleifaskráningu í Skaftafelli og á Kvískerjum.

Dagskrá haustþingsins er eftirfarandi:

„Stolt okkar er viskan“

 Fræðandi ferðaþjónusta, rannsóknir og samstarf.

10:30  Gildi fornleifa og fornleifaskráninga; Birna Lárusdóttir fornleifafræðingur og Elín Ósk

           Hreiðarsdóttir fornleifafræðingur

11:00  Veðurfar og veðurmælingar; Kristín Hermannsdóttir veðurfræðingur og forstöðumaður

           Náttúrustofu Suðausturlands

11:30  Rannsókn og miðlun á menningararfi Hornafjarðar- Uppbygging og framtíðarsýn

            Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur og forstöðumaður Hornafjarðarsafna

12:00 Hádegisverður að hætti hússins og útivera

13:00 Breiðamerkurjökull og Breiðamerkursandur; breytingar frá lokum 19 aldar.

           Snævarr Guðmundsson, náttúrulandfræðingur og starfsmaður Náttúrustofu Suðausturlands

13:30 Ljósmynda- og norðurljósaferðamennska; Þorvarður Árnason forstöðumaður Háskólaseturs

          Hornafjarðar

14:00 Þórbergur og nútíminn; Þorbjörg Arnórsdóttir forstöðumaður Þórbergsseturs

14:30 Erindi frá Vatnajökulsþjóðgarði

15:00 Kaffi

15:30 Framtíðarsýn og samstarf stofnana í Austur Skaftafellssýslu; Þórgunnur Torfadóttir skólastjóri og

          formaður stjórnar Þórbergsseturs

16:00 Pallborðsumræður 

Gaman væri að sjá sem flesta Skaftfellinga koma til að fræðast um nánasta umhverfi og leggja okkur lið við að safna í viskubrunninn

Allir velkomnir

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 85
Gestir þennan mánuð: ... 8622
Gestir á þessu ári: ... 16662