Skip to main content

Ársskýrsla 2014

Gleðilegt nýár, kæru landsmenn !

Við hjá Þórbergssetri óskum öllum landsmönnum gleðilegs nýárs og þökkum samveru, góðan hug og veittan stuðning á liðnum árum. Árið 2014 er metár í starfsemi  Þórbergsseturs, en samkvæmt teljara við útidyr eru um 120 þús gestakomur skráðar.  Mjög gestkvæmt var einnig í Þórbergssetri yfir jól og áramót. Þá  voru 2500 gestakomur frá 29. desember til 4. janúar, en lokað var á gamlárskvöld. Flestir ferðalangar koma frá Asíulöndum og mikill áhugi er á íshellaskoðun og norðurljósum. Jólahlaðborð var á annan, þriðja og fjórða í jólum, en flestir komu og snæddu kvöldverð 3. janúar, alls 82 gestir það kvöld. Enginn vafi er á að það alþjóðlega umhverfi sem nú er á Hala jafnt sumar sem vetur er mjög í anda alþjóðasinnans Þórbergs Þórðarsonar sem hlýtur að fylgjast með okkur með andakt uppi á astralplaninu. Starfsskýrsla Þórbergsseturs fyrir árið 2014 hefur nú verið birt hér á vefnum .

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 27
Gestir á þessu ári: ... 104549