Skip to main content

Torfhildur Hólm segir:

Húsfreyjan á Gerði var beðin um að eiga tilvitnun mánaðarins nú í apríl og ákvað hún að hafa hugleiðingu sína um tilvitnunina sjálfa í ljóðaformi. Hún er eftirfarandi:

Allt er í heiminum alvaldi háð

á himni og jörðu.

Standa þó ennþá og stara um láð

steinarnir gömlu hörðu.

Tunglið og sólina tala þeir við

í trúnaði sem forðum.

Þó fjallið á stundum fari á skrið

færast þeir aldrei úr skorðum.

Eilífðin hlýðir á aldanna söng

ævin sumra er löng.

Tilvitnunin:

„Mikið djúp gerði það í mér, ef ég gæti séð Hrollaug landnámsmann og papana vera að horfa fyrir þúsund árum á sama steininn, sem ég er að horfa á núna, sona einkennilegan stein. Þó gerði það ennþá meira djúp í mér, ef ég sæi þá vera að stara á þetta sama og ég hef starað á forundrandi, þetta einstaka, sem kannski hefur aldrei gerzt á neinum öðrum stað í öllum heiminum, á það, þegar hann birtist og hefur horfið.

  En er þetta vitleysa í mér? Getur það verið, að steinninn hafi staðið þarna í þúsund ár? Að hugsa sér! Að standa í sömu stellingum í þúsund ár. Hvílík eilífð er líf steinsins!

  En kannski finnst steini ekki lengra að standa í þúsund ár í fjallshlíð en okkur að standa þar í þúsund sekúndur.“

Úr Í Suðursveit.

(Torfhildur Hólm Torfadóttir)

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 27
Gestir á þessu ári: ... 104549