Skip to main content

Málþing í Þórbergssetri 25. okt. 2015

,, Að hlusta á nið aldanna " 

Fornleifafræðingar mæla sér mót í Þórbergssetri sunnudaginn 25. október. Málþingið hefst kl 11:00 og stendur til kl 17:00. Fjallað verður um náttúrufar, sögu og fornleifarannsóknir í Austur- Skaftafellssýslu. Rifjaðar verða upp gamlar þjóðsögur tengdar Kambtúni og Hálsahöfn. Fornleifafræðingarnir Vala Garðarsdóttir, Bjarni F. Einarsson og Steinunn Kristjánsdóttir verða með erindi og Helgi Björnsson jöklafræðingur miðlar af þekkingu sinni um landslagsbreytingar og jökla. Farið verður í Kambtún að skoða fornar verbúðartættur í lok málþingsins ef að veður leyfir.

Nánari dagskrá auglýst síðar

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 336
Gestir þennan mánuð: ... 8873
Gestir á þessu ári: ... 16913