Skip to main content

,,Að hlusta á nið aldanna", málþing í Þórbergssetri

á haldi 125Haustþing Þórbergsseturs verður haldið 25.október kl 11:00 og verður að þessu sinni helgað sögu, náttúrufræði og fornleifafræðirannsóknum í Skaftafellssýslu. Fornleifafræðingarnir Vala Garðarsdóttir, Bjarni F. Einarsson og Steinunn Kristjánsdóttir verða með erindi er tengjast rannsóknum þeirra hér í sýslu, og Helgi Björnsson jöklafræðingur fjallar um Breiðamerkurjökul og jöklafræði. Bjarni F. Einarsson mun kynna nýútkomna bók sem hann er að gefa út, þar sem fjallað er um rannsóknir hans á fornleifum hér í sýslunni. Vala Garðarsdóttir hefur unnið að rannsóknarverkefni sem hún kallar Útræði í Hornafirði frá öndverðu og Steinunn Kristjánsdóttir fjallar um rannsóknir sínar tengdar uppgreftri á Skriðuklaustri og sögnum um ferðir vermanna og fiskveiðar frá hinni fornu Hálsahöfn og dvöl þeirra í Borgarhöfn á öldum áður Í lok málþings verður farið í heimsókn í Kambtún og skyggnst um. Gluggað verður í þjóðsögur og gamlar sagnir á milli erinda fræðimannanna m.a. lesið upp úr þjóðsögum Torfhildar Hólm og Suðursveitarbókum Þórbergs.

Dagskráin verður eftirfarandi:

 

11:00 Setning
11:10 Bjarni F: Einarsson fornleifafræðingur; „Álagablettir, völvuleiði, haugar, dysjar og kuml í A-Skaftafellssýslu“.
12:20 Hádegisverður
13:00 Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur; Útræði í Hornafirði frá öndverðu; staða rannsókna
13:50 Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur; Áð í Skriðuklaustri; Ferðir vermanna til og frá

          Borgarhöfn í Suðursveit
14:40 Helgi Björnsson jöklafræðingur; Breiðamerkurjökull og jöklafræði
15:20 Sögur um Kambtún rifjaðar upp; upplestur
15:30 Kaffiveitingar
16:00 Ferð í Kambtún 

 

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 116
Gestir þennan mánuð: ... 8989
Gestir á þessu ári: ... 17029