Hrossakjötsveisla og Bridgehátíð 2016

bridge 2Hin árlega Hrossakjötsveisla og Bridgehátíð verður haldin í Þórbergssetri 16. - 17 apríl  næstkomandi. Þegar hafa margir bókað sig og nýir bridgespilarar eru að bætast í hópinn. Byrjað verður að spila klukkan 14:00 á laugardeginum og  spilað fram eftir kvöldi. Síðan verður byrjað aftur að spila  kl. 10:00 á sunnudagsmorgni, en mótinu lýkur í síðasta lagi kl 15:00 þann dag. 

Hægt er að skrá þátttöku og gistingu í síma 4781073/ 8672900 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Vegna fjölda fyrirspurna setjum við hér inn verðskrá fyrir mótið, nægur tími er að panta máltíðir þegar komið er á staðinn.

Mótsgjald er 3000 krónur. Gisting á Hala kostar 10.000 krónur á mann í tvær nætur, en 7000 krónur í eina nótt og morgunverður innifalinn. Einnig er hægt að panta gistingu í Skyrhúsinu sími 8998384 og á Gerði sími 4781905.

Boðið verður upp á Halahangikjöt og svið á föstudagskvöldi fyrir svanga ferðalanga, máltíðin kostar 2000 krónur. Einnig verður boðið upp á kjötsúpu í hádeginu á laugardag fyrir 1850 kr á mann.

Hrossakjötsveisla á laugardagskveldi og Halableikja í hádegismat á sunnudeginum ásamt kaffi kostar kr 7500 per mann.

Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 143
Gestir þennan mánuð: ... 7896
Gestir á þessu ári: ... 18637

Þórbergssetur - Hala, Suðursveit - 781 Höfn í Hornafirði - Sími: 478-1078 - Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Copyright © 2023. All Rights Reserved.

Fara efst