Hljóðleiðsögn í Þórbergssetri

kinahopur smallNú á 10 ára afmæli Þórbergsseturs hefur verið tekin í notkun hljóðleiðsögn um sýningarnar á Þórbergssetrir á níu  tungumálum. Það eru íslenska, enska, sænska, þýska, franska, spænska, kínverska, japanska og esperantó. Fjölmargir erlendir ferðamenn hafa nýtt sér hljóðleiðsögnina og fá þeir þar með tækifæri til að kynnast Þórbergi og verkum hans betur en áður.  Hljóðleiðsögnin opinberar einnig  sögu íslensku þjóðarinnar frá því að fólkið bjó við frumstæð kjör í fjósbaðstofum til nútímalegri búskaparhátta og þá í gegnum fjölskyldusögu Þórbergs og lýsingum á uppeldi hans í æsku. Kínverskir og japanskir ferðamenn eru oft á ferðinni í Þórbergssetri og á myndunum sem fylgja þessari frétt má sjá níu manna hóp Kínverja sem voru glaðir með að fá að njóta þessarar einstöku sýningar og fræðast um umhverfið. Öll tungumálin hafa verið notuð og m.a. kom esperantistinn Kristján Eiríksson sem sá um þýðingu og lestur á esperantótextunum með þekktan erlendan esperantista sem gest til að vígja leiðsögnina á esperantó.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 54
Gestir þennan mánuð: ... 7807
Gestir á þessu ári: ... 18548

Þórbergssetur - Hala, Suðursveit - 781 Höfn í Hornafirði - Sími: 478-1078 - Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Copyright © 2023. All Rights Reserved.

Fara efst