Skip to main content

Blíða á bridgemóti

utispilHið árlega bridgemót og hrossakjötsveislan á Hala var fjölsótt að vanda. Það voru 40 spilarar víða af á landinu sem spiluðu samfleytt frá föstudagskvöldi til klukkan 2 á sunnudegi og um 60 manns sóttu hrossakjötsveisluna á laugardagskvöldinu. Einmuna veðurblíða var á laugardeginum og brugðu menn sér út í sólina með spilin stundarkorn. Vinnigshafar voru séra Halldór Gunnarsson og Kristján  Mikkelsen með 59.2 % nýtingu á spilunum og 810 stig. Í öðru sæti  voru Þórður Ingólfsson og Gunnar Páll Halldórsson með 783 stig og í þriðja sæti afkomendur Oddnýjar á Gerði, Sveinn Símonarson og Simon Sveinsson með 782 stig .

Sjá má heildarniðurstöðu keppenda hér.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ...
Gestir þennan mánuð: ...
Gestir á þessu ári: ...