Skip to main content

Höfðingleg gjöf - Ferðabók

fb6Föstudaginn 13. október síðastliðinn komu í heimsókn í Þórbergssetur hjónin Kolbrún S Ingólfsdóttir og Ágúst Einarsson með merka gjöf frá Kolbrúnu til handa öllum íbúum Austur Skaftafellssýslu, en til varðveislu í Þórbergssetri.

Um er að ræða frumútgáfu af Ferðabók Eggerts og Bjarna sem gefin var út á dönsku í Kaupmannahöfn 1772. Bókin var gefin út m.a. fyrir tilstuðlan Jóns Eiríkssonar konferrensráðs frá Skálafelli í Suðursveit.

Kolbrún var fædd á Höfn, dóttir Guðlaugar Huldu Guðlaugsdóttur fósturdóttur Jóns Ívarssonar kaupfélagsstjóra og Guðríðar Jónsdóttur konu hans og kallar hún þau fósturafa og ömmu. Kolbrún var í sveit á Skálafelli í Suðursveit hjá þeim hjónum Ragnari Sigfússyni og Þorbjörgu Jónsdóttur í tvö sumur, Það var því einkar skemmtilegt að Þorbjörg á Skálafelli var viðstödd afhendingu bókarinnar.

Þórbergssetur þakkar fyrir hönd íbúa Sveitarfélagsins Hornafjarðar fyrir þessa höfðinglegu gjöf og skemmtilega samverustund í Þórbergssetri.

fb3

ferdabok2

fb4fb7

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 248
Gestir þennan mánuð: ... 6041
Gestir á þessu ári: ... 24065