Skip to main content

Stóra upplestrarkeppnin

uppl 18 9Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór að þessu sinni fram á Þórbergssetri í Suðursveit á 130 ára afmælisdegi Þórbergs Þórðarsonar. Keppendur voru alls 10 og komu frá Grunnskóla Hornafjarðar og Djúpavogsskóla. Keppendur stóðu sig öll vel og var unun að hlýða á lesturinn. En eins og í keppnum yfirleitt þá geta ekki allir sigrað. Til þess að skera úr um hverjir væru sigurvegarar keppninnar var dómnefnd sem var skipuð þeim Baldri Sigurðssyni formanni dómnefndar, Hrafnhildi Magnúsdóttur, Ragnhildi Jónsdóttur, Þorbjörgu Arnórsdóttur og Zophoníasi Torfasyni.

Sigurvegari í keppninni var Stígur Aðalsteinsson, Grunnskóla Hornafjarðar. Í öðru sæti var Hekla Pálmadóttir, Djúpavogsskóla og í þriðja sæti var Anna Lára Grétarsdóttir, Grunnskóla Hornafjarðar. Kynnir á keppninni var Tómas Nói Hauksson nemandi í 8.bekk Grunnskóla Hornafjarðar. Boðið var upp á tónlistaratriði frá Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu en  tveir nemendur úr 6. bekk þau Alexandra Hernandez og Róbert Þór Ævarsson fluttu nokkur lög.
Það var einkar ánægjulegt að fá þessa heimsókn frá grunnskólum Hornafjarðar og Djúpavogs á þessum merkisdegi. Upplestur unga fólksins var til mikillar fyrirmyndar og vakti vonir um glæsta framtíð íslenskrar tungu þrátt fyrir allar hrakspár síðustu ára.

Hér má sjá myndband frá keppninni.

Smelltu á Lesa meira til að sjá fleiri myndir.

 

uppl 18 1 uppl 18 2  
uppl 18 5 uppl 18 6  
uppl 18 3 uppl 18 4  
uppl 18 8 uppl 18 7  

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 133
Gestir þennan mánuð: ... 9006
Gestir á þessu ári: ... 17046