Skip to main content

Hrossakjötsveisla og bridgehátíð 2018

bridge 2Hin árlega hrossakjötsveisla og bridgehátíð verður haldin í Þórbergssetri 14.- 15. apríl næstkomandi. Útlit er fyrir ágæta þátttöku, en byrjað verður að spila kl 13:00 á laugardeginum og spilað svo lengi sem kraftar endast. Á sunnudeginum verður byrjað spila aftur kl.10:00 og mótinu lýkur í síðasta lagi kl 15:00. Hægt er að fá upplýsingar og skrá þátttöku í síma 893 2960 eða senda skilaboð á netfangið hali@hali .is.


Vegna fjölda fyrirspurna setjum við  inn verðskrá fyrir mótið, nægur tími er að panta máltíðir þegar komið er á staðinn.

Mótsgjald er 3000 krónur.

Gisting á Hala kostar 10.000 krónur á mann í tvær nætur, en 7000 krónur í eina nótt og morgunverður innifalinn. Einnig er hægt að panta gistingu í Skyrhúsinu sími 8998384 og á Gerði sími 4781905.

Boðið verður upp á Halahangikjöt á föstudagskvöldi fyrir svanga ferðalanga, máltíðin kostar 2000 krónur. Einnig verður boðið upp á kjötsúpu í hádeginu á laugardag fyrir 1850 kr á mann.

Hrossakjötsveisla á laugardagskveldi og Halableikja í hádegismat á sunnudeginum ásamt kaffi kostar kr 7500 per mann.

Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 27
Gestir þennan mánuð: ... 8899
Gestir á þessu ári: ... 16939