Skip to main content

Veitingar


Í Þórbergssetri er þægilegur veitingasalur með vínveitingaleyfi og sæti fyrir 80 - 100 manns. Hægt er að fá veitingar alla daga allt árið um kring. Yfir daginn er alltaf  kaffi á könnunni og  heimabakað brauð og kökur, en einnig  kjötsúpa og ýmsir smáréttir m.a. úr Jöklableikju frá Hala.

Á sumrin er í gildi matseðill fyrir hópa og einstaklinga á sanngjörnu verði í hádeginu, kjötsúpa, bleikjuréttir og kaffi. Nauðsynlegt er að panta í síma 478 1078 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Á kvöldin frá kl 18:30 – 21 er hægt að fá kvöldmat alla daga. Á matseðli er hefðbundinn íslenskur matur, bleikja og lambakjöt. 

Heimamenn eru ávallt reiðubúnir að ræða við gesti og veita fræðslu og upplýsingar um umhverfi, náttúru og mannlíf

Hægt er að panta upplestur úr verkum Þórbergs undir borðum.

Velkomin í Suðursveit


Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 5423
Gestir á þessu ári: ... 13463