Skip to main content

Fararefnið var andlegur arfur liðinna feðra og mæðra

Þórbergssetur á Hala í Suðursveit tók formlega til starfa 1. júlí 2006. Undirbúningur að starfsemi þess hafði þá staðið allt frá árinu 2000. Það vakti mikla furðu, ekki síst í minni heimabyggð, þegar fyrstu hugmyndir um uppbyggingu menningarseturs til heiðurs Þórbergi Þórðarsyni litu dagsins ljós og fáir skildu hvað að baki lá. Í huga okkar sem störfuðum að uppbyggingunni er Þórbergssetur hins vegar eðlilegt framhald þess menningarstarfs sem einkennt hefur sveitasamfélög á Íslandi og líf fólks í Suðursveit. Þeir bræður Þórbergur Þórðarson og Steinþór Þórðarson á Hala í Suðursveit lögðu rækt við merkilegan menningararf og skiluðu honum til okkar í formi sígildra bókmennta og einstakra sagna frá liðinni tíð.

Lesa alla greinina (pdf)

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 316
Gestir þennan mánuð: ... 8853
Gestir á þessu ári: ... 16893