Skip to main content

Bókagjöf

2019 7 gjofNú á dögunum komu í heimsókn á Hala hjónin Magnús Ólafsson læknir og Anna Þóra Baldursdóttir,  búsett á Akureyri. Þau gáfu Þórbergssetri nokkrar bækur úr bókasafni föður Önnu Þóru,  Baldurs Eiríkssonar frá Ísafirði ( 1913 - 1988), þar á meðal frumútgáfur af Ofvitanum , Viðfjarðarundrunum og rit Stefáns Einarssonar um Þórberg fimmtugan.

Gaman var að fá þau í heimsókn og rabba um Þórberg og liðna tíð en einnig að finna þann góða hug sem alltaf fylgir gjöfum sem þessum.

Bækurnar verða til sýnis inn í Umskiptingastofunni á Hringbraut 45, sem nú hefur verið endurbyggð inn á sýningunni og fólki leyft að blaða í þeim og fræðast enn frekar um Þórberg og skyggnast inn í hugarheim hans.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 8873
Gestir á þessu ári: ... 16913