Skip to main content

Góðir gestir

Herdís og Bragidansk ththNa ceste za milouFyrir nokkrum dögum komu í heimsókn í Þórbergssetur hjónin Herdís P. Pálsdóttir og Bragi Bjarnason. Þau eru miklir velunnarar Þórbergsseturs og hafa fært safninu margar gjafir úr búi Margrétar og Þórbergs. Herdís er náfrænka Margrétar, afabarn Ásbjörns bróður Margrétar.

Að þessu sinni komu þau með þrjár merkilegar bækur. Það voru þýðingar á hluta af Íslenskum aðli á dönsku ,,Undervejs til min Elskede" og einnig þýðing á sama kafla á slóvensku. Safnið átti hvoruga þessa bók og lítið var vitað um þessa þýðingu á slóvensku sem kom út árið 1958 , þýdd af Jaroslav Kana. Það var einstaklega ánægjulegt að fá þessar bækur hér í safn af frumútgáfum af verkum Þórbergs og færum við þeim hjónum kærar þakkir fyrir höfðinglega gjöf.  

Einnig komu þau með forláta útskorin kínverskan vasa og bætist þar í safn kínverskra muna sem hafa verið að berast á síðustu árum. Áður höfðu þau gefið safninu m.a. bollastell Möggugöggu, kertastjaka úr fílabeini, ritvél Mömmugöggu, sófaborð og stofuskáp antik, púðaborða saumaða af Margréti,  leikhúskíki Mömmugöggu, o.fl.

Það verður seint fullþakkað fyrir þann góða hug sem fylgir gjöfum sem þessum og eftir því sem árin líða kemur betur í ljós hversu mikilvægt er að eiga hér á Hala samastað fyrir minningar og muni er tengjast þeim hjónum Þórbergi Þórðarsyni og Margréti Jónsdóttur. Þannig verður Þórbergssetur sem minnisvarði um einn af merkustu rithöfundum Íslands og verk hans ómetanlegur vitnisburður um líf og sögu forfeðra okkar um ókomin ár. 

 PúðiKínverski VasinnBollastell

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 58
Gestir þennan mánuð: ... 4578
Gestir á þessu ári: ... 22601