Skip to main content

Óvænt heimsókn í Þórbergssetur á árinu 2019

Það er margt óvænt sem rekur á fjörur okkar í Þórbergssetri og maður veit aldrei fyrirfram hvað upp á kemur dag hvern.  Fjöldi gesta koma við frá öllum heimsálfum og á miðju sumri eru gestakomur frá því að vera 400 – 800 manns á dag.

Einn dag bar íslenska stóSteinarrfjölskyldu að garði, heilsuðu þau með virktum og settust í enda salarins. Fjölskyldufaðirinn var aldraður góðlegur maður sem kallaði Þorbjörgu forstöðumann sérstaklega til sín og sagðist ætla að játa fyrir henni afbrot sem hann hefði framið fyrir nokkrum árum. Dró hann úr pússi sínu nokkraKarl Loftsson fallega steina og þar á meðal skrautlegan gabbróstein. Allir voru steinarnir slípaðir og hinar mestu gersemar að sjá. Hér var þá á ferð Karl Loftsson frá Mosfellsbæ, sem slípar steina og selur sem minjagripi m.a. í Leifstöð. Sagðist hann hafa þetta sem aukavinnu í ellinni enda ekki vanur því að 
vafra um iðjulaus alla daga. Gabbrósteininum fallega sagðist hann hins vegar hafa stolið hér undan húsvegg Þórbergsseturs fyrir nokkrum árum er hann var á ferð með eldri borgurum með viðkomu í Þórbergssetri.

Nú kvaðst hann loksins vera mættur til að skila steininum góða og það með rentu og lét því nokkra fleiri steina fylgja með. Varð úr þessu hin skemmtilegasta heimsókn og forstöðumaður þakkaði Karli kærlega fyrir góðan hug og skemmtilega viðkynningu. Þegar hann svo fór út úr dyrum Þórbergsseturs, sá hann annan fallegan stein undir húsveggnum sem hann tók með sér, hér væri gaman að koma, - og nú hefði hann erindi til að koma hér aftur fyrr en seinna.

Þess má geta að steinarnir utan við Þórbergssetur eru samsafn frá heilsubótargöngum forstöðumanns Þórbergsseturs í gegnum árin og varð þessi heimsókn óneitanlega hvatning til að halda áfram á sömu braut. 

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 210
Gestir þennan mánuð: ... 5323
Gestir á þessu ári: ... 23346