Skip to main content

Áhugi á verkum Þórbergs í Rússlandi

Þorbjörg Arnórsdóttir og Elena BarinovaÍ haust bar óvæntan gest að garði í Þórbergssetur. Það var rússnesk kona Elena Barinova sem að er framkvæmdastjóri  ,,Vináttufélags Rússlands og Íslands“. Kom hún með rútunni ofan af vegi og gisti eina nótt. Sagði hún frá því að haldin hefði verið minningarstund hjá félaginu í tilefni af 130 ára afmæli Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar og af því tilefni verið sýnd kynningarmynd sem Þórbergssetur sendi til þeirra, en við myndina hafði þá verið gerð rússnesk þýðing. 

Framsögu hafði Andrei Korovin sem er kennari í norrænum fræðum við Moskvuháskóla og var þetta með milligöngu Ingólfs Skúlasonar Orða vináttufélagsinsformanns Vináttufélags Íslands og Rússlands í Moskvu. Kynningin í Rússlandi vakti mikla athygli að sögn Ingólfs og var áhugi á verkum Þórbergs vakinn meðal annars hjá kennurum í norrænum bókmenntum við háskólann í Moskvu.

Elena kom færandi hendi í Þórbergssetur og heiðraði forstöðumann Þorbjörgu Arnórsdóttur með orðu Vináttufélagsins og er Þórbergssetur þar með komið með aðild að þessu félagi og er félagi númer 350 samkvæmt sérstöku vottorði þar um.

Elena kom með þá frábæru frétt að hafin væri þýðing á Steinarnir tala á rússnesku. Þýðandinn er Tatjana Shjenjavskaja og fyrirhugað er að bókin komi út í mars næstkomandi. Þórbergssetur hefur aðstoðað við öflun mynda og vísað veginn í aðrar þýðingar á bókinni Steinunum tala, sem áður hafa verið þýddir á ensku og tékknesku.

Þórbergssetur þakkar frumkvæði Ingólfs Skúlasonar og Elenu Barinovu að kynningu og þýðingum á verkum Þórbergs Þórðarsonar og er tilbúið til frekara samstarfs á næstu árum.

Sjá myndir frá kynningu í Rússlandi

 

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 164
Gestir þennan mánuð: ... 8701
Gestir á þessu ári: ... 16741