Skip to main content

Bækur sem Félag bókagerðarmanna ánafnaði Þórbergssetri

Bókaskápur Þórbergs á HringbrautÞegar Félag bókagerðarmanna seldi hús sitt, Hverfisgötu 21, ánafnaði félagið Þórbergssetri bókum sem Þórbergur hafði skenkt vinum sínum og félögum, Hallbirni Halldórssyni prentara og Kristínu Guðmundardóttur, en þau arfleiddu Hið íslenska prentarafélag, síðar Félag bókagerðarmanna, að öllum sínum eigum. Þórbergur og fleiri listamenn í Mjólkurfélagi heilagra, voru tíðír gestir á heimili Hallbjarnar og Kristínar á Spítalastíg 7 og síðar á Hverfisgötu 21.

Gjöfin barst Þórbergssetri fyrir milligöngu Stefáns Ólafssonar og þakkar Þórbergssetur þann góða hug er að baki liggur.

 Hið íslenska prentarafélag HÍP er elsta stéttarfélag landsins stofnað 4. apríl 1897 og er saga þess samfelld síðan. Bókbindarar áttu sitt félag og prentmyndasmiðir annað. Öll þessi félög sameinuðust árið 1980 í Félag bókagerðarmanna og eignir gömlu félaganna og lausamunir komu þá á Hverfisgötuna, þar með talið bókasafn þeirra ágætu hjóna Kristínar Guðmundsdóttur og Hallbjarnar Halldórssonar. Hallbjörn var um skeið formaður HÍP og síðar heiðursfélagi þess. Hið íslenska prentarafélag HÍP keypti húsið 1941 og saga íslenskra bókagerðarmanna var samofin sögu hússins allt þar til í lok september 2012.

Bókagjöfin barst frá Félagi bókagerðarmanna til Þórbergsseturs árið 2012.  Hún er varðveitt inn á sýningunni í bókaskáp Þórbergs á Hringbrautinni, en þar er leikmynd af Umskiptingastofunni með ýmsum munum úr búi þeirra hjóna. Um er að ræða alvörubókaskápa Þórbergs, sem bárust einnig sem gjöf fyrir nokkrum árum úr búi Hólmfríðar Sigurðardóttur og Gríms Helgasonar. Gjöfinni tilheyra allmargar Esperantóbækur, einnig frumútgáfur af verkum Þórbergs m.a Edda Þórbergs sem jólagjöf til Kristínar Guðmundsdóttur jólin 1941 og Fagurt mannlíf - gjöf til Hallbjörns fyrir prófarkarlestur 1945. og fleira.

Bækurnar eru eins og Stefán Ólafsson segir ,,brúksbækur" og bera þess merki að hafa verið lesnar og það oft.  Lista yfir bækurnar má sjá hér undir þessari frétt.

Sjá myndir og bókalista

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 43
Gestir þennan mánuð: ... 4691
Gestir á þessu ári: ... 22714