Bridgemót og hrossakjöt

Spilaður verður tvímenningur og byrjaðað spila kl 13:00 á laugardeginum og spilað linnulaust fram á kvöld, en tekið hlé og etið hrossakjöt um kvöldmatarleytið.
Á sunnudeginum hefst svo spilamennskan kl 10:00 og lýkur eigi síðar en 15:00.
Hægt er að fá frekari upplýsingar og skrá þátttöku í síma 8672900 eða senda skilaboð á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Vegna fjölda fyrirspurna setjum við inn verðskrá fyrir mótið, en nægur tími er að panta máltíðir þegar komið er á staðinn.
Gisting í tveggja manna herbergi í tvær nætur 10.000 á mann
Gisting í tveggja manna herbergi í eina nótt 7000 á mann
Gisting í eins manns herbergi í tvær nætur 12000
Gisting í eins manns herbergi eina nótt 9000
Halahangikjöt á föstudagskvöldi 1800 á mann
Kjötsúpa í laugardagshádegi 1850 á mann
Hrossakjöt í kvöldmat og Halableikja í hádegismat á sunnudegi ásamt kökum og kaffi á meðan á mótinu stendur 7000 kr á mann
Einnig er hægt að panta gistingu á Gerði sími 4781905 og í Skyrhúsinu 8998384 og gildir þar önnur verðskrá.
Þáttaka í mótinu reiknast til silfurstiga hjá Bridgesambandi Íslands
Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir