Skip to main content

Sagan af skessunum í Klukkugili í Papbýlisfjalli

 

Skessan í KlukkugiliÞað var einu sinni, maður á Kálfafelli sem hét Einar hann var í göngu í Staðarfjalli; og þegar hann kemur fram á Miðhöfða þá sér hann hvar sjö skessur eru að dansa í Bólinu, það er falleg dálítið brött grasbrekka. 

Það skiptir engum togum þær verða hans strax varar, og taka til fótanna og hann líka, hann hleypur austur úr Höfðum austur úr Koltungum austur úr Staðarfjalli og austur yfir Steinasand og þær allar á eftir, en nú eru sumar skessurnar orðnar uppgefnar og sú fyrsta legst fyrir við miðvötnin, og svo hver af annari hníga þær niður og hætta eftirförinni.

En Einar hleypur og hleypur og er að niðurlotum kominn þegar hann nær túngarðinum á Kálfafelli þá er ein skessan rétt að ná í hann en hann var svo léttur á sér að hann lyftir sér yfir garðinn í einu stökki og þar skildi með þeim. En skessan var svo lengi að brölta á garðinum til að komast yfir, að Einar komst heim og inn í bæ.

Sagði hann sínar farir ekki sléttar, en það er af skessunni að segja að hún sneri við og var all stórstíg vestur yfir Steinasand hirti hún ekkert um hinar, sem höltruðu haltar og skakkar til baka, heim í Klukkugil gráti nær að missa af þessum góða bita.

 

 

 

 

 

Söguna sagði Steinþór á Hala

Teikningin er eftir Sigtrygg Karlsson

Eystrahorn, fimmtudagur 29. desember  1983

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 166
Gestir þennan mánuð: ... 5278
Gestir á þessu ári: ... 23302