Skip to main content

Burstabæir Þorsteins Magnússonar frá Lækjarhúsum í Borgarhöfn

Margrét Torfadóttir frá Hala kom með að gjöf í Þórbergssetur síðast liðið sumar, -  fallegt handverk ættað úr Suðursveit . Þar eru komnir tveir haganlega smíðaðir bóndabæir sem eru handverk Þorsteins Magnússonar frá Lækjarhúsum í Borgarhöfn.
 
Þorsteinn var fæddur árið 7. júní 1899 í Borgarhöfn í Suðursveit. Foreldrar hans voru Magnús Sigurðsson og kona hans Ragnheiður Sigurðardóttir. Hann ólst upp hjá föðursystur sinni Guðrúnu Sigurðardóttur og fylgdi henni á milli bæja þar sem hún var vinnukona, en dvaldi þó lengst með henni  á heimili Jóns bróður Guðrúnar í Borgarhöfn. Þorsteinn var trúlofaður Helgu Sigfúsdóttur  frá Leiti en fengu þau ekki að eigast og hún  gefin öðrum. Hann flytur til Reykjavíkur árið 1926 og býr þar til æviloka 1976. Var hann smiður góður og vann lengst af við smíðar og viðgerðir m.a. á Kleppsspítalanum í Reykjavík. 
 
Suðursveitin var Þorsteini ævinlega kær og áttu mörg heimili í Suðursveit falleg líkön af bæjum og kirkjum gerð af honum. Þorsteinn lenti í Sæbjargarslysinu  4. maí árið 1920. Þá var róið á opnum skipum, -  eins og bátarnir voru kallaðir,-  til fiskjar frá Bjarnahraunssandi, sem að var aðalútróðrastaður sveitarinnar. Skipið fékk á sig stórsjó í lendingu, svo það steyptist fram yfir sig og flestir lentu í sjónum. Þar bjargaðist Þorsteinn, vaðbundnir menn í landi komu honum til hjálpar,  en hann var þá aðeins 21 árs gamall. Faðir hans Magnús Sigurðsson drukknaði þarna í flæðamálinu svo og Stefán Gíslason vinnumaður á Kálfafellsstað. Ingólfur Guðmundsson vinnumaður þá á Kálfafellsstað lenti undir bátnum og fótbrotnaði illa og bar þess aldrei bætur alla sína ævi. Var þetta eina alvarlega sjóslysið í Suðursveit á tuttugustu öldinni þó að ekki hafi verið auðvelt að sækja sjóinn frá hafnlausri strönd, þar sem óbrotin úthafsaldan gekk á land. Matbjörg fólksins var sjórinn, en varlega var farið og ekki róið til fiskjar nema þegar sjóveður var gott og hagstætt veðurútlit.
 Burstabæir

 

Líkönin af burstabæjunum eru með þremur og fjórum burstum.  Á þakið er límt viðarkurl og á framhliðina er límdur grófgerður sandur og litlir steinar. Inn í bæjunum eru ljósaperur sem lýsa þá upp Annað líkanið er gert í mars 1968 vegna þáttanna um Krumma, frægrar persónu úr Stundinni okkar í sjónvarpinu. sem Rannveig Guðmundsdóttir stjórnaði, en Þorsteinn var mikill aðdáandi Krumma.  Gaman er að eiga þessa fallegu bóndabæi  í Þórbergsstri til minningar um mætan hagleiksmann, sem átti uppruna sinn í Suðursveit og færum við Margréti miklar þakkir fyrir.

 

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 5793
Gestir á þessu ári: ... 23817