Skip to main content

Tónleikar á Ólafsmessu 29. júlí Í Kálfafellsstaðarkirkju.

sungiðHinir árlegu sumartónleikar Þórbergsseturs og Kálfafellsstaðarkirkju voru haldnir á Ólafsmessu að kvöldi 29. júli að vanda. Það voru Skaftefllingar þær Þórdís Sævarsdóttir frá Rauðabergi á Mýrum og dóttir hennar Tara Mobee sem skemmtu gestum með fallegum söng.

Tara Mobee er ung og upprennandi söngkona og lagahöfundur og þykir vænt um hornfirskar rætur sínar. Tara er menntuð frá Tónlistarskólanum í Kópavogi, auk fjölda söng- og tónlistarverkefna, m.a. Í upptökutækni og raftónlist. Tara vakti snemma athygli fyrir tón- og lagasmíðar sínar og hefur gefið út eigin lög frá 16 ára aldri. Tara tók þátt í Eurovision 2019 með laginu ,,Betri án þín“ og átti þar góðu gengi að fagna auk þess sem hún hefur gefið út eigin lög á íslandi, verið í toppsætum íslenska vinsældarlistans og er í erlendu tónlistarsamstarfi í Sviss og Bandaríkjunum.

 

meira sungiðÞórdís Sævarsdóttir söngkona, kórstjóri og verkefnastjóri er menntuð frá Tónlistarskólanum í Reykjavík, FÍH, Complete Vocal Technique og Tónskóla þjóðkirkjunnar auk þess að vera MA í Menningarstjórnun. Þórdís hefur starfað sem sóló-söngkona samhliða öðrum verkefnum, sungið með fjölda sönghópa, haldið tónleika, tekið að sér bakraddasöng á geislaplötum og verið viðburða- og verkefnastjóri á sviði lista, fræðslu og menningar.

Vignir Þór Stefánsson píanóleikari er menntaður tónmenntakennari frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og með mastersgráðu í djasspíanóleik frá Konunglega Tónlistarháskólanum í Haag í Hollandi.

 

lesiðHann hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi og leikið sem píanó - og hljómborðsleikari með söngvurum, sönghópum og kórum og hljómsveitum af öllum stærðum og gerðum. Hann hefur komið fram á geislaplötum og í sjónvarpi og leikið á hljómborð í fjölmörgum söngleikjum sem sýndir hafa verið í stærstu leikhúsum.

Að tónleikum loknum fóru gestir að Völvuleiðinu neðan við Hellakletta og rifjuðu upp hina fornu sögu um völvuna á Kálfafellsstað og völvuleiðið.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 143
Gestir þennan mánuð: ... 5693
Gestir á þessu ári: ... 23716