Skip to main content

Þórbergur og austurlensk fræði

Ritið Kápa 022020 BÚt er komið 2. tölublað af tímariti Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands, Ritið og er það í vefútgáfu.Þar er meðal efnis greinar sem eru afrakstur af málþingi í Þórbergssetri í október 2018 og öflugs rannsóknarstarfs innan Háskóla Íslands undir forystu Bergljótar Soffíu Kristjánsdóttur. Fjallað er um verk Þórbergs Þórðarsonar og tengsl þeirra við þekkingu hans á austurlenskum fræðum, sem hann aðhylltist mjög snemma á rithöfundaferli sínum.

Í heftinu er stefnt saman umfjöllun um bókmenntir frá því snemma á 20. öld og samtímaverkum. Það er fyrri hlutinn sem er helgaður Þórbergi Þórðarsyni og er í ritstjórn gestaritstjóranna Benedikts Hjartarsonar og Bergljótar Soffíu Kristjánsdóttur en þar birtast þrjár ritrýndar greinar auk tveggja þýðinga. Fyrstu tvær greinarnar eru um dulspekina í skrifum Þórbergs en undir hana heyra þau þrjú svið sem rithöfundurinn tilgreinir jafnan sérstaklega í verkum sínum: guðspeki, spíritismi og indversk speki, einkum yoga. Stefán Ágústsson fjallar um náttúrutrú og dulspeki í bókinni Steinarnir tala en Álfdís Þorleifsdóttir beinir sjónum sínum að Íslenzkum aðli og ræðir verkið ekki síst í ljósi skrifa Krishnamurtis og hugmyndarinnar um „blekkinguna“ eða maya. Aðalsteinn Eyþórsson og Bergljót Soffía Kristjánsdóttir skrifa hinsvegar um málvísindi og táknfræði Þórbergs en þau varpa ljósi á margbrotin tengsl skrifa hans við vísindakenningar samtímans. Þá tilheyra þessum hluta þemans tvær þýðingar, önnur þeirra er þýðing Jóns Bjarna Atlasonar á bókarkafla eftir Jakob von Uexküll, sem var einn af brautryðjendum svokallaðrar líftáknfræði, en hin er þýðing Kristjáns Eiríkssonar á bréfi eftir Eúgeno Lanti, sem þýtt er úr esperanto og veitir forvitnilega innsýn í mikla umrótatíma í sögu alþjóðamálsins.

Seinni hlutinn er í ritstjórn Guðrúnar Steinþórsdóttur og Sigrúnar Margrétar Guðmundsdóttur, en þar eru nýleg verk þriggja íslenskra höfunda til umfjöllunar auk þess sem samtímabókaútgáfa á Norðurlöndum er greind. Það má kallast skemmtilegt að enn í dag þykja verk Þórbergs Þórðarsonar nýstárleg í heimi fræðasamfélags íslenskra bókmennta Eftirtektarvert er að höfundur sem kvaddi sér hljóðs á öðrum tug tuttugustu aldarinnar skuli enn vera að birtast okkur með svo nútímalega og fræðilega nálgun, og tali til okkar í tæknivæddri og upplýstri veröld nútímans, m.a. um hugrækt og ,,lífslindirnar innra með okkur". Bergljót Soffía Kristjánsdóttir á þakkir skilið fyrir að skyggnast um í hugarheimi verka Þórbergs og opna þannig á nýja og forvitnilega rannsóknarvídd á verkum hans, sem að reyndar varð nokkuð augljós þegar að verkin voru loks krufin út frá ,,ljósinu í austri".og sjónum okkar beint í þá átt.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ...
Gestir þennan mánuð: ...
Gestir á þessu ári: ...