Skip to main content

Fornar rústir og búsetuminjar í Suðursveit

sýning 3Þann 18. júní síðastliðin var opnuð sýning í Menningarmiðstöð Hornafjarðar í tengslum við samvinnuverkefni Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar og Þórbergsseturs um skráningu eyðibýla og menningarminja í landslagi. Unnið hefur verið að verkefninu í rúmt ár og sama dag var opnuð vefsíðan www.busetuminjar.is þar sem eru þegar komnar inn upplýsingar um 15 eyðibýli í Suðursveit. Segja má að verkefnið sé á byrjunarreit og fyrirhugað er að setja meira efni inn á vefinn á næstu mánuðum.  Vonandi verður verkefnið hvatnig til annarra að kynna sér betur sögu fyrri kynslóða og flytja þekkingu á milli kynslóða með tækni nútímans. Þannig getum við ef til vill treyst vitund okkar sem þjóðar á tímum hraðra þjóðfélagsbreytinga og heiðrað þær kynslóðir er byggðu þetta land og bjuggu við erfið kjör á öldum áður. Ummerki um horfna byggð og búskaparhætti má víða finna í landslagi. Þar liggja handaverk liðinna kynslóða sem minnisvarðar í landslagi og gaman er að una sér við að ,,hlusta á nið aldanna" í grónum tóftarbrotum,  Verkefnið er samstarfsverkefni Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar og Þórbergsseturs. Að verkefninu í heild komu Þorbjörg Arnórsdóttir forstöðumaður Þórbergsseturs, Fjölnir Torfason bóndi Hala, Sigríður Guðný Björgvinsdóttur yfirmaður rannsóknarsviðs Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar, Tim Junge grafískur hönnuður og Heiðar Sigurðsson hönnuður vefsíðu, Anna Soffía Ingólfsdóttir fornleifafræðinemi og Kristinn Heiðar Fjölnisson ljósmyndari.
Sýningin verður færð í Þórbergssetur nú í lok júlímánaðar þannig að gestir Þórbergsseturs geta notið hennar síðla sumars og í haust. Segja má að verkefnið sé á byrjunarreit, vettvangsvinnu í Suðursveit þó að mestu lokið, en eftir er að vinna frekar úr gögnum og birta á vefnum.
Gestkvæmt hefur verið í Þórbergssetri í júlímánuði og vonandi tekst að halda áfram að halda opnu þrátt fyrir slæmar horfur og aukningu í smitum á covid þessa dagana.
Hafin er vettvangsvinna á Mýrunum sem haldið verður áfram með á næsta ári, ásamt því að vinna frekar úr gögnum og birta á vefnum www.busetuminjar.is.
 
Aðstandendur verkefnisins sýning 5

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 8873
Gestir á þessu ári: ... 16913