Skip to main content

„Okkar mesta mannverk er.“

Laxá í Nesjum brúuð árið 1910

Gísli Sverrir Árnason

laxa i nesjumFyrsti áratugur tuttugustu aldar einkenndist af félagslegri vakningu og margvíslegum framförum í Nesjum. Tvö félög voru stofnuð árið 1907, Málfundafélag Hornfirðinga og Ungmennafélagið Máni. Stóðu þau bæði fyrir öflugu félasstarfi og gáfu einnig út sitthvort sveitarblaðið sem gekk handskrifað bæ frá bæ um sveitina og á Höfn. Málfundafélagið stóð að blaðinu Baldri en Máni að Vísi. Sumarið 1907 var svo Fundarhús Nesjamanna byggt um miðbik sveitarinnar og var það vígt 29. september 1907. Húsið varð strax vettvangur félagsstarfs og samkomuhalds í sveitinni.

Nú var stutt í tvær mestu framkvæmdir í Nesjum til þessa; byggingu Laxárbrúar 1910 og nýja Bjarnaneskirkju við Laxá 1911. Bæði þessi mannvirki ullu straumhvörfum fyrir íbúa héraðsins og nýttust vel þann tíma sem þau stóðu en entust þó ekki jafn vel og til var ætlast í upphafi. Hér á eftir verður sagt svolítið frá vinnu við brúargerðina við Laxá árið 1910.

Lesa alla greinina eins og hún birtist í Eystrahorni (PDF)

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 5423
Gestir á þessu ári: ... 13463