Skip to main content

Bridgemót í Þórbergssetri

20220501 151141Fjölmennt Bridgemót var haldið í Þórbergssetri helgina 30.apríl - 1. maí. Það var mikil kátína og gleði að hittast aftur eftir tveggja ára covid hlé en spilaður var tvímenningur á 16 borðum alls. Margir nýir spilarar mættu og höfðu á orði að þeir myndu koma aftur að ári.  Mótið hófst reyndar á föstudagskvöldið, þá var svokallað bjórmót, upphitun fyrir aðal spilamennskuna. Tvímenningskeppnin hófst svo kl 2 á laugardeginum og spilað var linnulaust fram eftir kvöldi. Tekið var þó hlé og etið spikfeitt hrossakjöt með öllu tilheyrandi við mikla ánægju veislugesta. Alltaf er besta kjötið í hverri hrossakjötsveislunni eftir aðra en þetta mun hafa verið 14. mótið sem haldið hefur verið. Síðan var spilað á sunnudeginum frá kl 10 - 15 en þá lágu úrslitin fyrir. Vinningshafar voru Eðvarð Hallgrímsson og Bjarni Guðmundsson og náðu þeir 57,3 % nýtingu í keppninni. Í öðru sæti voru Bernódus Kristinsson og Ingvaldur Gústafsson og í þriðja sæti Jón Halldór Guðmundsson og Einar H.Guðmundsson.Meðfylgjandi eru öll úrslit frá mótinu. Bridgemótið er haldið í minningu Torfa Steinþórssonar á Hala (1915 - 2001) . Uppáhaldsmatur hans var saltað og feitt hrossakjöt. Torfi var mikill veiðimaður og veiddi silung í Breiðabólsstaðarlóni öll sumur fram yfir áttrætt. Það átti því líka vel við að hafa stórt bleikjuhlaðborð í hádeginu á hátíðisdaginn 1. maí og fóru því vonandi allir saddir og sælir heim eftir að njóta samveru í einstakri veðurblíðu í sveit sólar, -  Suðursveit.

Úrslit mótsins er að finna hér.

20220430 13400820220501 10572120220501 10581120220430 133936

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 7800
Gestir á þessu ári: ... 85862