Gaman saman í Þórbergssetri

Hér eru nokkrar svipmyndir frá hátíðinni sem Sigrún Sigurgeirsdóttir á Fagurhólsmýri tók og gaf okkur leyfi til að birta.

Hátíðin að hefjast, ein mynd af salnum! Fín mæting úr Öræfum, við vorum 7 sem búum þar og ef ég tel Alla, Jón í Kotinu og fjölskyldu hans með þá er ég komin með 12 Öræfinga.

Þorbjörg Arnórsdóttir bauð gesti velkomna, bæði nær og fjær. Dagskránni var streymt á netinu og það tók svolitla stund að koma því í gang, en svo tókst það.

Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur kom færandi hendi, hann gaf Þórbergssetri púða sem foreldrar hans áttu og Margrét eiginkona Þórbergs hafði saumað.

Guðmundur Andri sagði á líflegan og skemmtilegan máta frá bernskuminningum sem tengdust Thor föður hans, Þórbergi og Margréti. Inn í það fléttuðust fróðleiksmolar og seinni tíma vangaveltur um skáldin og ólík samfélög.

Æskuvinir: Guðmundur Andri Thorsson, Eyjólfur Guðmundsson og Aðalgeir Arason. Það var gaman að heyra tónlistina og sögurnar sem þeim tengdust.

Ari faðir Alla og Sigurgeir pabbi minn voru bræður.

Sólveig Pálsdóttir rithöfundur sagði frá æskudvöl sinni í Hraunkoti í Lóni. Minningarnar gaf hún út í bókinni Klettaborgin.

Staðarhaldarar á Þórbergssetri: Fjölnir og Þorbjörg.

Ljúffengar veitingar.